Lindin - 01.01.1932, Side 19
L I N D I N
17
2) Að varðveita sjálfan mig, vemda sál og líkama gegn
öllum illum áhrifum. 3) Að þroskast, taka framförum
í öllu góðu. Því »annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð
á leið« er lífsins lögmál. »Hvorki gleði, hryggð né hagur
heitir takmark lífs um skeið, heldur það, að hver einn
dagur hrífi oss lengra fram á leið«.
2. Skyldur mínar við aðra menn eru meðal annars:
Sannleikur, samúð, miskunnsemi og fyrirgefning. 1)
Mér er skylt að segja ávalt sannleikann í kærleika. 2)
Það er vilji Guðs, að ég hafi samúð með lífinu, hverri
lifandi veru, blómunum á jörðunni, ormunum í mold-
inni, skepnunum og svo öllum mönnum, líka þeim, sem
gjöra mér rangt. 3) Ég á að vera miskunnsamur og
reyna að hjálpa á allan hátt hverjum, sem ég get. 4)
Ég á æfinlega að fyrirgefa í Jesú nafni, ef mér er rangt
gört, því að Jesús sagði við Pétur: »Ekki allt að sjö
sinnum, heldur allt að sjötíu sinnum sjö«.
3. Skyldur mínar við Guð eru játning, hlýðni og til-
beiðsla. 1) Ég á æfinlega að vera reiðubúinn til
þess að játa trú mína frjálsmannlega og djarflega,
játa að ég trúi á Guð. 2) Mér ber að vera Guði hlýðinn,
beygja mig undir vilja hans, og vera fús til þess að
bera byrðar lífsins, hversu þungar sem þær reynast.
3) Ég á að tilbiðja Guð, bera lotningu fyrir honum,
þakka honum og leita til hans í bæn. Vér eigum að til-
biðja Guð sameiginlega og hver fyrir sig í einrúmi.
Faðir vor.
FaÖir vor, þú sem ert á kimnum. F ö ð u r nefnum
vér Guð, af því að hann hefir gefið oss öllum lífið og
vér treystum honum og erum örugg í vernd hans. V o r
segjum vér, af því að vér vitum, að vér erum öll bræð-
ur og systur og eigum að elska hvert annað eins og
systkini, vér erum böra Guðs og biðjum hvert fyrir
2