Lindin - 01.01.1932, Síða 75
L I N D T N
73
vor að rækja allt slíkt og halda því, og reyna til að
gjöra það enn fegurra og þjóðlegra. Ég sagði hér að
framan að húslestrarnir væru góður siður, og skal ég
reyna til að færa þeim orðum mínum stað, enda þótt
ég þykist vita að enginn efi það. Oft hefir maður heyrt,
og heyrir enn, að húslestrarnir muni lítt bæta menn.
En hve vanhugsuð eru ekki slík og þvíumlík orð. Eng-
inn alvarlega hugsandi maður segir slíkt í alvöru. Og
þó að ýmislegt kunni að hafa verið ófullkomið í heimil-
isguðsþjónustunni eins og hún hefir verið framkvæmd
á heimilunum á ýmsum tímum, er þó eitt víst, að bæði
einstaklingar og þjóðarheildin eiga heimilisguðsþjón-
ustunum okkar á liðnum öldum ómetanlega margt og
mikið gott að þakka. Hver skyldi þekkja og geta talið
öll þau góðu frækorn, sem fallið hafa í jarðveginn og
sem komin voru frá »lestrunum« og hver fær metið
siðferðilegt verðmæti áhrifanna þaðan beint og óbeint.
Hver getur sagt hvar þjóð vor stæði nú í siðferðilegu
og trúarlegu tilliti, ef engir húslestrar hefðu ræktir ver-
ið á landi voru. Það er víst og áreiðanlegt, að þjóð vor
á húslestrunum ómetanlega margt og ómetanlega mik-
ið að þakka; um það getur engum manni blandazt hug-
ur, sem hleypidómalaust og sanngjarnlega hugsar um
mál þetta. Húslestrarnir eru dýrmætur arfur sem ein
kynslóðin hefir tekið í arf eftir aðra. Þessi arfleifð má
ekki glatast. íslenzka þjóðin er of fátæk og smá til þess
að hún þoli eða megi við því að kasta slíku verðmæti á
glæ. Áhrifin frá húslestrunum heima í foreldrahúsun-
um hafa fylgt mörgu barninu út í lífið, og orðið því
öflugur styrkur í oft og tíðum erfiðri lífsbaráttu, auk
þess að við húslestrana heima á æskuheimilinu eru
bundnar hlýjar og bjartar endurminningar, sem flytja
með sér bæði birtu og hlýju. Við kjósum öll og óskum,
að börnin okkar verði sem mestir og beztir menn, að
þau verði sem þroskuðust í siðferðilegu tilliti og til þess
að þau geti orðið það eru húslestrar eða heimaguðsþjón-