Lindin - 01.01.1932, Síða 44
42
L I N D I N
Að vinna í landi við þrælkun þunga
þolir ei lengur mitt blóðið unga.
Vertu blessuð, burtu jeg fer,
björg sæki í æginn handa þjer.
Þú mátt ekki kúga mig, móðir.
Jeg frjálslyndur son þinn fer mína leið,
frjáls skal jeg renna mitt síðasta skeið
uns opnast mjer upphimins slóðir«.
Þá fór hann á sjóinn, jeg sá hann ei meir,
sárlangir fundust mjer dagarnir tveir,
sem bjóst hann við burtveru sinni.
Nú er komið á annað ár,
oft hafa um vanga mjer runnið tár,
senn líður að lokastund minni.
Til sólríkra landa nú flýti jeg för,
mjer fer senn að leiðast að bíða,
erfið verða mín æfikjör
við elli og vanheilsu að stríða;
sem blaðlaus eik á stofni fúnum stend,
styrk mig, guð, frá þjer er líkn mjer send.
Jeg treysti þjer, drottinn, himins mikli herra
hjálpaðu mjer og láttu ei kjarkinn þverra,
styrk þú mig að standa í kífi nauða,
stjómaðu mjer uns legg á hafið dauða.
Það fer jeg glöð og lending Ijúfa finn
og líka horfna, kæra drenginn minn.
Áslaug Gísladóttir.