Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 39
L I N D I N
37
Dagur móðurinnar.
Úti í heimi hefir hin síðari ár eflst og útbreiðst mjög
fögur og góð hugmynd. Hún er að helga móðurinni
einn helgidag ársins. Þá sé móöirin heiðruð, umhyggju
hennar, fórnfýsi og ástar minst — alls þess, sem hún
er og starfar. Hugmyndin er upprunnin í Ameríku og
þar hefir 2. sunnudagur í maí, ár hvert, verið helgað-
ur móðurinni um langt skeið, og það var amerísk kona,
Jane Jarvies að nafni, sem innleiddi þennan dag í Eng-
landi árið 1918. Þaðan hefir siður þessi breiðst út um
Evrópu og hafa nú 10 lönd tekið hann upp, þar á
meðal Danmörk. Þar hefir dagur móðurinnar verið
haldinn hátíðlegur í 3 ár. í vor var dagurinn mjög há-
tíðlegur. Prestamir töluðu um móðurina í prjedikun-
um sínum. Formaður móðurdags-nefndarinnar flutti
fyrirlestur í útvarpið, sem þennan dag var helgað
þessu markmiði. Var lesið upp í því æfintýri H. C. An-
dersens »Historien om en Moder« og sungnir í því
yndislegir mæðrasöngvar.
Við íslendingar þurfum nauðsynlega að taka upp
þennan dag og er kirkjan sjálfkjörin til forystu.
Hreyfa þarf málinu við prestafjelögin, einkum þó
Prestafjelag íslands og er hjermeð skorað á það, að
undirbúa málið svo, að framkvæmd geti hafist á til-
settum tíma, 2. sunnudag í maí næsta vor (1933).
Mjer finst svo kalt í heiminum og að mennirnir
kunni ekki nægilega að elska — af því stafa meinin
naörgu. Menn hafa líklega ekki gætt boðorðsins, sem
einn þýskur heimspekingur gaf: »Elskið eitthvað eitt,
þá lærið þjer fyrst að elska«. En mamma er það, sem
við eigum fyrst að læra að elska — hún, sem vaggaði
okkur litlum og nærði við brjóst sjer, lagði svalandi
hönd á okkar litla, sjúka höfuð, huggaði okkur blíðmáli