Lindin - 01.01.1932, Síða 73
L I N D I N
71
Um endurreisn húslestra.
Um langan aldur hefir það verið venja á landi voru,
að hafa húslestra um hönd, og er það, eins og öllum er
kunnugt, guðsþjónusta í heimahúsum. Þessi heima-
guðsþjónusta er tvennskonar. Á sunnu- og helgidögum,
að minnsta kosti þegar ekki var hægt að sækja sóknar-
kirkjuna, var lesinn »lesturinn« í einhverri helgidaga
húslestrarbókinni, og sálmur sunginn fyrir og eftir, og
á virkum dögum var ávallt lesin hugvekja á hverju
kveldi áður en fólkið gekk til hvílu, og eftir að störfum
dagsins var lokið. Mér er nú ekki kunnugt um hvenær
þjóð vor hafi byrjað að hafa þessa húslestra um hönd,
en víst er það, að um aldir hafa þeir verið um hönd
hafðir hér á landi á hverju einasta heimili, að minnsta
kosti til sveita. Þetta er óneitanlega fagur siður, en
hann er líka góður og þjóðlegur. En því miður er nú
þessi fallegi og góði siður að falla niður með þjóð vorri.
Hin síðari ár hefir sí og æ fækkað þeim heimilum, sem
rækt hafa húslestrana, og nú má heita svo, að varla
eitt einasta heimili haldi þeim uppi, þessum fagra og
þjóðlega og góða sið, sem feður vorir og mæður héldu
uppi í fleiri aldir. Tel ég það stóra afturför og siðferði-
legt tjón fyrir þjóðina að afrækja þennan sið eins og
nú er orðið. Ég skal nú ekki fara mörgum orðum um
orsakirnar til þess. að menn hafa lagt »lestrana« á
hilluna. Ekki hygg ég að það sé af því, að þjóðin sé
orðin stórum vantrúaðri en hún var áður, heldur hugs-
unarleysi, og má vera að fólkinu hafi ekki allskostar
fallið í geð þær lestrárbækur, sem lengst og helzt voru
notaðar. Nú þarf ekki að kenna um skorti á góðum
bókum í þessu efni, hvorki húslestrabókum né hugvekj-
um. Margir telja nú að víðboðstækin bæti þetta upp.
Satt er það að það er einstaklega hugðnæmt að heyra