Lindin - 01.01.1932, Síða 72
70
L I N D I N
drengjasnáðar eru allt í einu orðnir að yfirnáttúrlegum
verum í augum manns. Söngstjórinn gamli ritar fim-
lega(r)rúnir í loftið með dökkum töfrasprota sínum, og
tónöldurnar hlýða tafarlaust hverri bendingu: Sam-
hljómarnir mildast og mýkjast, verða að fjarlægu
svanakvaki á sumarkvöldi, æsast og magnast á ný,
verða að hrópi og ákalli; raddir þagna á víxl og hefjast
aftur, allt eftir bendingum og skipunum töfrasprotans
svarta.
Þetta er tónsmíð eftir Bach, samin einmitt fyrir
þessa fornhelgu kirkju, meðan tónskáldið starfaði í
þjónustu hennar. Slíkan kirkjusöng hefi ég hvergi
annarstaðar heyrt, og hygg ég, að hann muni óvíða
finnast, ef nokkurstaðar er.
Svo kemur hvert lagið af öðru, allt eftir Bach. Á
skránni, sem við höfum í höndum, má sjá, að nú er
seinasta lagið að enda. Síðustu tónarnir deyja út hægt
og blítt.
Athöfnin er á enda, og fólkið leitar til dyra. Aftur
stöndum við úti undir bláum himni og brennandi júní-
,sól. óþægilegur ómur af hjáróma götuskarkala berst á
ný að eyrum manns. Söfnuðurinn stendur í hópum úti
fyrir kirkjudyrunum. Menn heilsast og talast við í lág-
um hljóðum, eins og þeir óttist að heyra hljóminn í
sinni eigin rödd. Fólkið hraðar sér ekki burt. Það er
eins og einhver ósýnileg bönd tengi þennan mislita
mannsöfnuð saman í eina samræma heild — einhver
bönd, sem menn kinoka sér við að rjúfa.
Loks fara þó hóparnir að dreifast út í göturnar, sem
liggja eins og geislar í allar áttir út frá þessu forn-
helga musteri heilagrar listar.
Og eftir nokkra stund eru allir horfnir út í hringiðu
stórborgarinnar og erfiðleika hversdagslífsins.
Haraldur Leósson.