Lindin - 01.01.1932, Síða 35
L I N D I N
33
leið heimilisleysingjans, sem hvergi hafði höfði sínu að
að halla á hinni dýrðlegu jörð, sem faðir hans skapaði
til þess að manneskjur gætu lifað þar saman í unaði
heimilislífsins. Og í eintsæðingsskap sínum tók barnið
Jesús að hugsa um hið stóra heimili síns himneska föð-
ur og vera í því, sem hans föður var.
Og þannig er því varið með musteri þitt, sál mín!
Foreldrar þínir, bræður þínir, börn þín, systur þínar,
ástvinir og leiksystkini hverfa þjer og í hinum auðu,
tómlegu húsakynnum rís upp nýtt altari, altari bræðra-
lagsins og mannkærleikans. Á hinni dimmu nótt sorg-
arinnar hefir faðir þinn himneskur gefið sál þinni
vængi — svo að þú getur hafið þig til flugs. Þú hefur
þroskast við sorgina, og við missinn hefur þú lært að
elska einlæglega. Augu þín hafa orðið skær og björt og
hjarta þitt skilningsglöggt og víðfemt við það að gráta.
Þú hefur göfgast við þjáninguna og eignast styrk við
mótlætið. Þú hefur auðgast af samúð og skilningi með
öllu, sem lifir, með því að missa þá, sem þú elskaðir
heitast. Stormar þjáninganna, sorgarinnar og saknað-
arins, sem tættu sundur hreiðrið þitt, hafa kennt þjer
að fljúga og leita athvarfs hjá góðum Guði, en það er
sama og að ná meistaraprófi í háskóla jarðlífsins. Og
Drottinn einn leiðir þig — og þá er allt fengið.
Jónmundur Halldórsson.
Rödd hrópandans.
Landsins dætur, landsins synir,
lifið ei í myrkri og synd.
Gangið ekki glapin sýnum
Guðs frá ykkar helgu mynd.
3