Lindin - 01.01.1932, Síða 91
L I N D I N
89
13. Séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur, Núpi í
Dýrafirði.
14. — Sigurður Gíslason, Þingeyri.
15. — Sigurgeir Sigurðsson prófastur, Jsafirði.
16. — Sveinn Guðmundsson, Árnesi.
17. — Þorsteinn Jóhannesson, Vatnsfirði.
18. — Þorsteinn Kristjánsson, Sauðlauksdal.
Á víð og dreif.
Kirkjuráð. í kirkjuráðið nýja hafa þessir menn ver-
ið kosnir, til næstu 5 ára frá 1. ágúst þ. á.:
Séra Þorsteinn Briem, prófastur, núverandi kirkju-
málaráðherra.
Séra Sigurður P. Sívertsen, vígslubiskup.
Matthías Þórðarson, fornminjavörður.
ólafur Björnsson, kaupmaður.
Biskupinn á, lögum samkvæmt, sæti í kirkjuráðinu
og er sjálfkjörinn forseti þess.
Er myndun kirkjuráðsins merkur viðburður í kirkju-
sögu I'slands og má vafalaust vænta mikils góðs af þess-
ari nýbreytni í skipun kirkjumálanna með þjóð vorri.
Kirkjumálaráðherrann. Prestastétt landsins og allir
þeir, sem kirkju- og trúmálum unna, var það mikið
fagnaðarefni að í kirkjumálaráðherraembættið valdist
maður úr prestastétt. Einn af hinum ágætustu áhuga-
mönnum og einbeittustu starfsmönnum kirkjunnar varð
fyrir þessu vali, prófasturinn á Akranesi, séra Þor-
steinn Briem. óskar Lindin honum blessunar guðs i
hinu ábyrgðarmikla starfi.