Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 96
94
L I N D I N
breiðist svo, að það getur stækkað að mun og komið
oftar út. Ritstjórnin þakkar öll handritin, sem henni
hafa borist og sýna vinarþel og traust til ritsins. Því
miður er ekki hægt að birta að sinni alt gott, sem hefir
komið til ritstjórnarinnar, því að rúmið er mjög tak-
markað. Reynum vér að taka eitthvað eftir sem flesta
svo að ritið verði sem fjölbreyttast.
Kaupendur »Lindarinnar« eru bræðra- og systrafé-
lag og »Lindina« langar því til þess að birta nöfn
þeirra allra, í næsta árgangi. Þessvegna biður hún
hvern kaupanda að skrifa nafn sitt og heimilisfang á
eyðublað það, sem prentað er seinast í þessu hefti og
koma því áleiðis til formanns Prestafélags Vestfjarða.
Verður svo listi yfir nöfn allra kaupendanna birtur í
næsta árgangi. Þeir, sem gerast vilja kaupendur, en
geta ekki náð í slíkt eyðublað, eru beðnir að skrifa einn-
ig til stjórnar Prestafélags Vestfjarða, svo nöfn þeirra
geti komið með.
Stöndum saman og vinnum saman. Styrkjum »Lind-
ina«. Kr. 2.50 er ekki há upphæð, en ef hver einasti
kaupandi greiðir hana skilvíslega, við móttöku ritsins,
þá er fjárhag »Lindarinnar« eigi einungis borgið í bili,
heldur verður sá siður, að borga »Lindina« við mót-
töku, til þess að gefa henni glæsilega og bjarta fram-
tið. Því miður hafa ýmsir ekki skilið þetta og þessvegna
var það, að seinastliðið ár gat »Lindin« ekki komið út
sökum fjárskorts, með því líka, að það voru þá, eins
og enn, afar erfiðir tímar. En nokkru er þó bjartara
framundan nú. Vér þökkum öllum þeim mörgu útsölu-
mönnum »Lindarinnar«, sem gjört hafa góð skil og
biðjum eindregið þá, sem enn eiga eftir að greiða hana,
að gjöra það nú sem allra fyrst. Á ýmsum stöðum
landsins er ef til vill enn töluvert af óseldum eintökum
»Lindarinnar«. Biðjum vér þá, sem geyma þessar bóka-
birgðir, hvem og einn, að senda þær til formanns
Prestafélags Vestfjarða hið allra fyrsta. »Lindin« yill