Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 63
L I N D I N
61
í jötu lagður lágt, en ríkir þó á himnum hátt«. Það var
unaðsleg stund, en samt vantaði mikið á, að hjörtun
væru jafn glöð og venjulega, á þessari blessuðu hátíð.
Kvöldið leið. Börnin skoðuðu leikföngin sín en léku sér
ekki mikið. Veðrið var alltaf að lægja, og brimhljóðið í
víkinni að minnka, en myrkrið grúfi yfir svart og ægi-
legt eins og áður. Þegar klukkan var um 8 kom mamma
yngri börnunum í rúmin sín, las með þeim bænimar
þeirra og hlúði að þeim. Gunnar litli var einn í þeirra
hóp. Hann hafði kveikt á ljóskerinu sínu og lét það
standa við rúmið sitt. »Heldurðu ekki, mamma«, sagði
hann, »að skipið hans pabba sé komið í höfn, ekki geta
þeir verið að fiska á sjálfa jólanóttina?« »Nei, vinur
minn, það gera þeir ekki. Jú, ég vona að þeir hafi far-
ið inn fjörðinn í dag eða fari þá inn í nótt«. »Já, en
þeir rata ekki, mamma, þeir sjá ekki til. Ætli að ljós-
kerið mitt gæti ekki lýst þeim, ef þeir væru núna að
fara inn fjörðinn?« »Nei, elsku drengurinn minn, það
er svo lítið, og svo deyr strax á þvi, en ljós Guðs það
lýsir svo skært, það deyr aldrei né dvínar, hvernig sem
stormar og stórhriðar geisa«. »Bara að Guð muni þá
eftir að láta ljósið sitt lýsa þeim«. »Já, Guð man eftir
því, en við eigum líka að biðja hann þess«. »Já, það
skulum við gera mamma mín«, sagði Gunnar litli, og
þegar hann var búinn að lesa »faðir-vor« og var að
lesa bænirnar sínar á eftir, hafði hann eina þannig:
»Láttu nú ljósið þitt lýsa honum pabba — og skipinu
hans«. —
»Barðinn« var á leið inn flóann. Um morguninn
hafði hann verið við veiðar djúpt úti fyrir Hymunni,
því þar var sjórinn minni. Eftir hádegisleytið var svo
lagt af stað til hafnar. Skipstjórinn hélt að hann væri
viss að »taka fjörðinn« þótt dimmviðri væri. Þeir voru
nú búnir að vera lengi á leiðinni, því bæði var sjógang-
urinn til tafar og vegna sortans fóru þeir ekki nema
rúinlega hálfa ferð, Þessvegna sóttist ferðin svo seint.