Lindin - 01.01.1932, Síða 33
L I N D I N
81
Eins og örn, sem vekur upp
hreiður sitt. . . .
Drottinn einn leiddi hann. V. Mósb. 32, 11 — 12.
Vinur minn! Finnst þér það ekki kvíðvænleg og á-
takanleg tilhugsun að rjúfa heimilið, raska sambýlinu
— vekja börnin og knýja þau til flugs út á ókunnugar
og stundum hættulegar brautir. Þegar jeg hugsa til
þess vaknar sár kend í sál minni og jeg skil svo vel
sálarkvalir þeirra manna, sem eiga ekki trú á annað
líf, þegar þeir missa þá, sem eru þeim hjartkærastir.
Og sjálfsagt hefur þú reynt það, vinur minn, hve
dapurlegt og tómlegt heimilið verður, þegar ástvinim-
um og heimilisfólkinu fækkar. Við munum eptir hin-
um glaðværa hóp að störfum, eða umhverfis borðið við
máltíðir eða daglegar guðræknisiðkanir, munum eptir
svo mörgum sælum stundum starfs og gleði, og hvemig
hann verður æ fámennari og fámennari, því eldri sem
vér verðum. útþráin greip suma og þeir leituðu til höf-
uðstaðarins eða jafnvel til fjarlægra landa; aðrir eign-
uðust ástvini og byggðu sjer nýtt heimili, og fleiri en
einn eða ein, sem oss voru kærastir og á fegursta skeiði
lífsins hurfu á bak við tjaldið og fengu hvíld undir
skrúði ilmandi blóma og blessaðra minninga.
Sumir menn eru nú ekki meiri hetjur en það, að
hjörtu þeirra vikna og augu þeirra döggvast tárum
þegar þeir hugsa um þetta og reyna það. Jeg er einn
í þeirra hóp, og mun þjer ekki líkt farið, kæri lesari?
En hjer er gamall rithöfundur á ferðinni, sem lítur
öðruvísi á þetta; hann lofar og vegsamar Guð fyrir
það að vekja heimilið, jafnvel tvístra því, og knýja það
inn í nýtt uppeldi, nýtt starf og nýjan þroska. Hann
telur þetta tvímælalaust blessun fyrir mig og þig og
heimilisfólkið og ástvinina.