Lindin - 01.01.1932, Síða 71
L I N D I N
69
Presturinn mielir fyrst fram stutta bæn, minnist síð-
an dagsins, þessarar fornu sólstöðuhátíðar:
I dag göngum vér út í kirkjugarðana og skreytum
leiði hinna framliðnu vina vorra og sendum þeim hjart-
næmar kveðjur yfir landamærm ókunnu. Á slíkum
stundum skiljum við bezt, hversu þetta jarðneska líf
vort er fallvalt og ófullkomið og hlaðið yfirsjónum,
þrautum og stríði, og vér hrópum inn í eilífðina um
hjálp og náð.
Áhyggjur vors jarðneska lífs eru miklar og þungar
nú. Land vort liggur í sárum, og neyð þjóðarinnar er
mikil og átakanleg.
Nú liggur lifið á, að hver maður sýni hugrekki, sam-
úð og fórnfýsi. Vér verðum öll að haldast í hendur og
berjast hlið við hlið hinni góðu baráttu í trú, von og
kærleika. Þá mun guð hjálpa oss.
Á þessa leið talaði öldungurinn og endaði síðan mál
sitt með bæn fyrir föðurlandi og þjóð. Síðan hvarf
hann aftur niður úr stólnum. Aftur berast tónar um
kirkjuna frá orgelinu uppi, og nú tekur allur mann-
söfnuðurinn undir og syngur sálmvers. Að því loknu
heyrist umgangur uppi á stafnsvölunum. Mörgum verð-
ur litið þangað upp. Það er Tómasarkórinn, sem er að
raða sér í bogatröppurnar framan við orgelið.
Smásveinarnir skipa sér til vinstri, en hinir stærri til
hægri handar. Frammi við grindurnar sér aftan á
herðar og gráhært höfuð söngstjórans. Nú er allt kom-
ið í lag, og örstutta stund stendur fylkingin grafkyrr,
eins og myndastyttur væri. Þá lyftir söngstjórinn báð-
um höndum eins og til að blessa yfir hópinn, og það
má greina dökkan sprota í hægri hendi hans. Nú gerir
hann mjúklega sveiflu með sprotanum — og þá verður
undrið: Þessi sundurleiti drengjahópur er orðinn að
einu fagurlega samstilltu hljóðfæri. Hreinar og tón-
skærar yfirraddirnar fallast í faðma við undirraddirn-
ar mjúkar og breiðar, allt í dásamlegu samræmi. Þessir