Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 58
56
L I N D I N
máttugri við þessa athöfn, en unnt er að gera sér grein
fyrir í fljótu bragði. Athöfnin verður eins og orku- eða
ljósstöð, sem veitir frá sér dýrðlegu ljósi yfir umhverf-
ið. Eins og ótal Ijós sem tendruð eru frá rafmagnsstöð
verða mennirnir, sem einlægir koma að kvöldmáltiðar-
borðinu og opna þar hugi sína fyrir hinu æðra. I hvert
skifti sem athöfnin er framkvæmd falla inn í okkar
heim öldur friðar og máttar, sem fylla allt umhverfið
dýrð og fegurð. Lítill, fámennur söfnuður getur sent
frá sér meiri ljósáhrif, sé hver einstaklingur vitandi
um hlutverk sitt, og leggi sál sína inn í það sem fram
fer — meiri Ijósáhrif, segi ég, en söfnuður þúsunda,
sem ekki skilur það sem fram fer. Ég lít svo á, að það
sé hlutverk sérhverrar guðsþjónustu, jafnframt því
sem hún á að hafa persónuleg áhrif á hvern einstakl-
ing sem viðstaddur er, að vera andleg orkustöð, sem
veiti blessun, einnig yfir þá sem ekki eru viðstaddir.
Það er ekki aðeins hlutverk kirkjugestsins að sitja í
sæti sínu í kirkjunni og njóta sjálfur þess, sem þar fer
fram. Hann kemur í kirkju einnig til þess, að hjálpa
öðrum. Með það fyrir augum ættu allir að koma í
kirkju.
Til þess að kvöldmáltíðarathöfnin geti náð tilgangi
sínum, verður að uppfylla bæði ytri og innri skilyrði.
Bæði prestur og söfnuður verður að gæta þess. Prest-
urinn verður að vanda þjónustu sína sem bezt má
verða, gera sér far um að framkvæma hana fagurlega
og leggja sál sína og anda inn í þá þjónustu. Á því, að
honum takist þetta, ríður mest. Og söfnuðurinn verð-
ur að leggja til sín skilyrði. Hann verður að gæta þess,
að kyrrð og friður ríki. Umgangur um kirkjuna má
ekki eiga sér stað, fram yfir það sem til er ætlast i
»ritualinu«. Hið innra verður að vera fullkomin sam-
stilling, samúð með öllu og öllum og einlæg þrá eftir
áhrifunum frá hæðum. Ef þessi skilyrði eru til staðar,
þar sem þessi heilaga athöfn er framkvæmd, hvort sem