Lindin - 01.01.1932, Side 28
26
L I N D I N
á þessum tímum svo ófullkomnir, a6 mjmd hlutanna
sást ónákvæmlega og ógreinilega í þeim. Líkt er farið
með þekkingu vora hér á jörðunni, ekki síst um þau
efni, sem varða Guð sérstaklega. Nú er þekking min í
molvm, en þd mwn ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur
gjörþekktur orÖinn. Eins og vér erum nú gjörþekktir af
Guði, sem er alskyggn, mun oss í eilífðinni auðnast að
sjá guðlegan sannleika augliti til auglitis og gjörþekkja
það, sem hugurinn þráir mest að vita deili á. Vér mun-
um sjá Guð augliti til auglitis, horfa á hann, eigi að-
eins óbeint fyrir endurspeglun sköpunarverksins, held-
ur sjá hann beinlínis með líku móti og hann sér oss nú.
(4. Móse 12, 8). En nú varir trú, von og lcærleiku',
þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Trúar-
legir og siðferðilegir eiginleikar eru varanlegir nú og
munu æfinlega vera það. Trúin, samband við Guð, er
varanlegt um alla tíma, og vonin, sú framtíðarsýn. að
njóta lífsins í Guði í enn ríkara mæli, mun og æfiniega
vara, en mikilvægast af öllu varanlegu er kærleikur-
inn. Hann er ekki hið eina varanlega, en hann er hið
mesta, og hann er óumræðilega miklu æðri öllu, sem ?r
jarðbundið.
(Athugið andstæðurnar, sem Páll sér fyrir sér áður
en hann yrkir þriðja versið: Eilífð — forgengileiki.
Spegilmynd — sönn þekking. Banialegt hjal — tal
fullorðins manns).
Rauði þráðurinn í sálminum er þetta: Kærleikurinn
er mikli blessandi mátturinn, náðargjöf Guðs, sem er
eilíf og varanleg.
Meginefni sálmsins má vel segja með þessum fimm
orðum: Kærleikurinn er mestur i heimi.
Kæri vinur, þú sérð að þessi ritgjörð hér næst fyrir
framan er tilraun til þess að skýra fyrir bömunum
kafla úr heilagri ritningu, ætlast ég til, að börnin skilji
af þessu dæmi, og fleiri slíkum, hvemig þau lesa ritn-