Lindin - 01.01.1932, Side 68
66
L I N D I N
Söngkennslan var frá upphafi mikil í skólanum. öll-
umþeimpiltum, ersöngrödd höfðu, var kennd söngfræði
og tónmyndun á fræðilegan hátt, eftir því sem smekk-
ur og þekking hverrar aldar stóð til. Þannig skapaðist
Tómasarkórinn. Aftur hvíldi sú skylda á piltum að
syngja við guðsþjónustur í kirkjunni, og varð söngur
þeirra brátt frægur. Lengi tíðkaðist sá siður, sem nú
er niður lagður, að Tómasarkórinn fór vissa daga í
gönguför um borgina. Voru þá piltar klæddir svörtum
kuflum, og kyrjuðu þeir ýmsa hátíðasöngva á götum
borgarinnar, svo að yndi þótti á að hlýða. Enn fremur
fylgdu þeir jafnan líkum til grafar með söng.
Stundum risu deilur nokkrar milli rektors og söng-
kennara. Þótti þá rektor of miklum tíma og áhuga varið
til sönglistarinnar til tjóns fyrir bóknámið.
Líklega er Tómasarkórinn einhver elzti söngflokkur
í heimi, því að hann má heita jafngamall skólanum og
hefir alltaf verið yngdur upp neðan frá, jafnótt og hin-
ir elztu hurfu burt úr skólanum.
Skipa flokk þennan drengir frá 10—18 ára, og eru
þeir orðlagðir fyrir raddfegurð og listfengi í söng;
enda hafa þeir ferðast víða um lönd og sungið við á-
gætan orðstír.
Þegar ég heyrði til Tómasarkórsins í fyrsta sinn,
flugu mér í hug ummæli össurar erkibiskups í Lundi
forðum, um söng Jóns ögmundssonar:
»Rödd hefir borið fyrir eyru mér, þá er ég hefi eigi
slíka fyr heyrða, og heldur má hún þykja englaröddum
lík en manna«.
Veturinn 1922 dvaldi ég í Leipzig frá nýári fram i
júníbyrjun. Þá var það, að ég uppgötvaði Tómasar-
kirkjuna og það töfraveldi sönglistarinnar, sem þar á
sér óðal. Ég gekk þangað oft á föstudögunum klukkan
sex. Organleikarinn var ungur listamaður, Gúnther Ra-
min að nafni.