Lindin - 01.01.1932, Side 68

Lindin - 01.01.1932, Side 68
66 L I N D I N Söngkennslan var frá upphafi mikil í skólanum. öll- umþeimpiltum, ersöngrödd höfðu, var kennd söngfræði og tónmyndun á fræðilegan hátt, eftir því sem smekk- ur og þekking hverrar aldar stóð til. Þannig skapaðist Tómasarkórinn. Aftur hvíldi sú skylda á piltum að syngja við guðsþjónustur í kirkjunni, og varð söngur þeirra brátt frægur. Lengi tíðkaðist sá siður, sem nú er niður lagður, að Tómasarkórinn fór vissa daga í gönguför um borgina. Voru þá piltar klæddir svörtum kuflum, og kyrjuðu þeir ýmsa hátíðasöngva á götum borgarinnar, svo að yndi þótti á að hlýða. Enn fremur fylgdu þeir jafnan líkum til grafar með söng. Stundum risu deilur nokkrar milli rektors og söng- kennara. Þótti þá rektor of miklum tíma og áhuga varið til sönglistarinnar til tjóns fyrir bóknámið. Líklega er Tómasarkórinn einhver elzti söngflokkur í heimi, því að hann má heita jafngamall skólanum og hefir alltaf verið yngdur upp neðan frá, jafnótt og hin- ir elztu hurfu burt úr skólanum. Skipa flokk þennan drengir frá 10—18 ára, og eru þeir orðlagðir fyrir raddfegurð og listfengi í söng; enda hafa þeir ferðast víða um lönd og sungið við á- gætan orðstír. Þegar ég heyrði til Tómasarkórsins í fyrsta sinn, flugu mér í hug ummæli össurar erkibiskups í Lundi forðum, um söng Jóns ögmundssonar: »Rödd hefir borið fyrir eyru mér, þá er ég hefi eigi slíka fyr heyrða, og heldur má hún þykja englaröddum lík en manna«. Veturinn 1922 dvaldi ég í Leipzig frá nýári fram i júníbyrjun. Þá var það, að ég uppgötvaði Tómasar- kirkjuna og það töfraveldi sönglistarinnar, sem þar á sér óðal. Ég gekk þangað oft á föstudögunum klukkan sex. Organleikarinn var ungur listamaður, Gúnther Ra- min að nafni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.