Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 106
104
L I N D I N
1. »Prestafélag Vestfjarða er því eindregið fylgjandi,
að sem bezt samvinna takist milli heimila, kennara
og presta um kristilegt uppeldi barna, og vill vinna
að því eftir mætti«.
2. »Prestafélagið skorar á skólanefndir landsins að
láta auka kristindómsfræðsluna í barnaskólunum«.
3. »Prestafélagið skorar á kennslumálastjórnina að
láta kenna frumatriði kristilegrar uppeldisfræði í
kvenna- og húsmæðraskólum landsins«.
Þess skal hér getið, að er rætt var um kristindóms-
fræðsluna, lagði sira Böðvar Bjarnason, Hrafnseyri,
fram nýja námsbók í kristinfræðum, er hann hefir
samið og gefið út.
Er hér var komið fundinum, barst honum kveðja í
símskeyti frá síra Helga Konráðssyni, presti á Hösk-
uldsstöðum.
Formaður hóf nú máls á starfsemi Péturs SigurÖs-
sonur, trúboða, og um það efni var samþykkt svolát-
andi tillaga:
»Prestafélag Vestfjarða skorar á Alþingi að veita
Pétri Sigurðssyni, trúboða, Reykjavík, nokkurn styrk
til starfsemi hans«.
Þessu næst fór fram stjórnarkosning. Var stjórnin
endurkosin með lófataki, en hana skipa:
Síra Sigurgeir Sigurðsson, prófastur, formaður.
Síra Halldór Kolbeins prestur og síra Böðvar Bjarna-
son, prestur, meðstjórnendur.
í varastjórn var kosinn:
Síra Magnús R. Jónsson, prestur.
Endurskoðandi reikninga var endurkosinn:
Síra Páll Sigurðsson, prestur.
Nú var fundi frestað.
Kl. 8 e. h. fluttu opinber erindi í kirkjunni:
Síra Halldór Kolbeins um skóla og kristindóm og
síra Sigurður Þorsteinsson um kristniboð.