Lindin - 01.01.1932, Side 87
L T N D I N
85
Grafreiturinn vib Núpskirkju í Dýrafj.þ. hefir einnig
verið girtur alveg að nýju með grjóti og járni og stækk-
aður nær helmingi, en nýi parturinn er óvígður, þegar
þetta er skrifað.
S. G.
Ritfregnir.
Prestafélagsritiö, tímarit fyrir
kristindóms- og klrkjumál. Rit-
stjóri: Sigurður P. Sívertsen,
fjórtánda ár, 1982.
f þessum árgangi Prestafélagsritsins eru margar góð-
ar og ýmsar ágætar greinar. Má t. d. benda á þessar:
Kirkjan og börnin eftir præp. hon. Þórð ólafsson, Út-
varpið og kirkjan eftir séra Jakob Jónsson, Bergkonan
við Ásbyrgi eftir séra Knút Arngrímsson, Tryggingar
eftir séra Ingimar Jónsson, Mælir Kristur gegn gleð-
inni eftir séra Gunnar Árnason. Allar þessar greinar má
segja að eigi erindi til hvers einasta íslendings og ýms-
ar aðrar. Um það er eigi að efast, að það heimili, sem
vill á annað borð kaupa nokkurt menningarrit, fer á
mis við mikið, ef það gleymir að kaupa Prestafélagsrit-
ið. En æskilegt er að ritið verði enn fjölbreyttara og
fleiri, sem í það rita. Ættu þeir Vestfirðingar, sem bera
trúarleg og kirkjuleg hugsjónamál í brjósti, að minn-
ast þess, að það er tilraunar vert að senda handrit til
ritstjóra Prestafélagsritsins, Sigurðar P. Sívertsen
vígslubiskups. Er það leiðinlegt, að Vestfirðingafjórð-
ungur á mjög fáa fulltrúa í þeim 14 árg. Prestafélags-
ritsins, sem út hafa komið. Prestafélags-ritið er rit allr-