Lindin - 01.01.1932, Side 26
24
L I N D I N
Hvemig sem maðurinn er, fullkominn eða ófullkominn
og hverjir sem em kostir hans eða gallar, blessar kær-
leikurinn hann, og kærleikurinn afber allt, þolir allar
raunir.
f fám orðum má segja það, að postulinn kenni oss
það með þessu versi, að kærleikurinn gefur lífinu á öll-
um sviðum fullkomnun og fegurð í æðsta skilningi orð-
anna.
f seinasta versinu, sem telst 8. til 13. vers í kapitul-
anum er eins og í fyrsta versinu samanburður á kær-
leikanum og öðrum góðum gáfum. Postulinn bendir á
það, að kærleikurinn, trúin og vonin, þetta þrennt, er
varanlegt og hefir æfinlegt gildi, en ýmis önnur and-
leg verðmæti eyðast af tímans tönn, eða falla úr gildi,
þegar viðhorf breytist. Um þessi verðmæti er eðlilegt
að spyrja: hversu lengi hafa þau gildi? Gildi þeirra er
tímabundið, en: KærleiJcurinn felhir aldrei úr gildi, en
hvort sem það nú eru spádómsgáfur, þá munu þær liða
undir lok, eða tungur þær munu hætta, eða þekking, þá.
rrmn hún líða undir lok. Spádómsgáfa, tungumálakunn-
átta og hverskonar þekking hefir gildi sitt ákveðinn
tíma og á ákveðnum stað og er alltaf í molum. Spá-
dómsgáfa frumkristninnar hvarf að mjög miklu leyti
úr kristnilífinu og mjög lítið hefir borið á henni í marg-
ar aldir og þó var þetta gáfa, sem var höfð í stórmikl-
um hávegum á tímum frumkristninnar. Tungumálin
breytast, liða undir lok, ný tungumál verða til, en að
líkindum munu þeir tímar koma, að skilningurinn og
þau hugsanaviðskifti, sem mál manna er nú miðill fyr-
ir, munu eignast annan enn göfugri farveg. Hugsanir
munu berast milli manna með fullkomnara móti held-
ur en formi orðsins, þá nota menn ekki lengur tungu-
mál í sama skilningi og nú, menn hætta að tala með
sama móti og nú. Það, sem nefnist þekking á einum
tíma og er það í vissum skilningi, nefnist vanþekking
og fáfræði á öðrum tíma. Tökum til dæmis ýmsar vís-