Lindin - 01.01.1932, Side 10
8
L I N D I N
áöur höfðu verið steypt svokölluð »strokk-kerti«, þann-
ig að difið var rökunum niður í brædda tólk, hvað eftir
annað, jafnóðum og storknaði utan um þau, þangað til
kertin þóttu hæfilega gild. Stundum var rakið, til við-
hafnar, greint í þrjú af einni rót og þá nefnt »kónga-
kerti«. Jafnframt þessu var (í hjáverkum, því að
prjónasaumurinn mátti einskis missa) unnið að nýjum
spjörum, plöggum eða skóm handa heimilisfólkinu,
einkum bömum, að eigi »klæddu menn jólaköttinn«.
Þá gleymdu drengir ekki að smíða »kertaplötur« úr tré,
en mismunandi vandaðar, eftir því sem föng voru til.
Næstu daga fyrir jólin var farið í kaupstað; keypt til
hátíðarinnar ögn af kaffi og sykri, súkkulaði, kaneli,
rúsínum — og því miður stundum brennivíni. Heima-
fyrir var sérstaklega vönduð rúgmölun og mjölsigtun
í laufabrauðið. Voru svo gerðar kökur, stórar en næf-
urþunnar, hvolft yfir þær stórum diski og skorið utan-
af við diskröndina, til þess að fá þær sem best kringl-
óttar, síðan gerður á þær laufaskurður sá, sem alveg
einkendi jólabrauðið. Er honum vel lýst í »Skinfaxa«
í des. 1930. Var það metnaðarefni að geta skorið brauð
sem best, og jafnvel bestu brauðskurðarmenn fóru milli
bæja, að láta sem flesta njóta listar sinnar. Brauðið
var svo steikt (soðið) í tólg (kallað »soðibrauð«),
sömuleiðis lummur og kleinur að hafa með kaffinu.
Daginn fyrir aðfangadag (Þorláksdag) var soðið hangi-
kjötið til jólanna, þvegið og hreinsað til, svo sem verða
mátti. — Nú er leið að rökkri á aðfangadag og piltar
höfðu lokið útiverkum þann dag, þvó fólkið sér og
klæddist sparifötum. Því næst kom húsfreyja inn með
jólakertin og gaf hverjum: fullvaxna fólkinu 2 eða 3
kerti, börnum eitt. Voru nú kertaplötur annaðhvort
settar á borð eða þeim stungið í þiljur, Ijós hjá hverju
rúmi. Þessu næst var lesin (á sumum heimilum síðar
um kvöldið) jólanæturhugvekjan með bæn og söng
jólasálma fyrir og eftir. Var svo Biblían tekin, kosið i