Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 59
L I N D I N
57
fleiri eða færri eru þar viðstaddir, skeður ei'tthvað dýr-
legt. Því þangað kemur hann, sem á máttinn og kær-
leikann til þess að veita blessun inn í líf vort..
ihugum það, að Kristur óskaði þess, að mennirnir
tækju þátt í þessari athöfn og að þeir kæmust að raun
um að hann er þar alltaf nálægur í kærleika sínum og
líkn og að hann vill að nútímamaðurinn, og þar á með-
al sérhver söfnuður íslands, hlusti eftir orðunum sem
hann sagði forðum við lærisveinana í loftsalnum í
Jerúsalem: »Hjartanlega hefi ég þráð að neyta þessar-
ar máltíðar með yður.......«.
(Niðurl.).
Siguro. Sigurðsson.
Jólin í Vogum.
Við dálítinn vog eða vík úti á nesinu, stóð bærinn
hans Jóns. Hér hafði hann numið land, og byrjað bú-
skap með konunni sinni. Og heimilið sitt kallaði hann
»að Vogum«. Þó baráttan fyrir konu og 6 börnum hefði
verið hörð, á þessu litla koti, var samt enginn blettur í
víðri veröld honum jafnkær. Ábýlið hans smáa, húsin
og túnbletturinn, voru verk hans sjálfs. Og endurminn-
ingin um stritið og örðugleikana fyrstu árln, var helg-
uð af gleðinni yfir nýjum, daglegum umbótum og sigr-
um sem unnir voru fyrir heimilið, meðau þau voru að
koma sér fyrir. Það sem olli því að Jón settist þarna
að, var það hve falleg honum fannst víkin frá fyrstu
sjón. Hann var fyrst og fremst sjómaður sem unni
hafinu og baráttunni við það. Þegar sólskinið ljómaði