Lindin - 01.01.1932, Side 94
92
L I N D I N
um hann hvort hann væri kristinn. Hann kvaðst vera
fæddur og uppalinn meðal muhameðstrúarmanna og
teljast með þeim, en álíta að kristna trúin væri bezt.
Kvaðst hann þó ekki vera viss um að hann léti skírast
til kristinnar trúar, en að hann óskaði að geta lifað
samkvæmt kenningum hennar og hugsjón Krists.
H. K. og S. S.
Aðalfundur
Prestafélags Vestfjarða 1932.
Fundurinn var, að þessu sinni, haldinn í Bolungavík.
Því miður var hann ekki eins vel sóttur, eins og und-
anfarin ár. Ekki var það þó vegna áhugaleysis félags-
manna, heldur ófyrirsjáanlegra forfalla, einkum vegna
veikinda. En fundurinn var eigi að síður hinn ánægju-
legasti. Eins og fundargjörðin, sem hér fer á eftir, ber
með sér, voru þar rædd mörg hin mikilvægustu mál,
sem varða kirkju, kristindóm og uppeldi æskulýðsins.
Mikið ánægjuefni var fundarmönnum það, að prófes-
sor Sigurður P. Sívertsen vígslubiskup sat fundinn og
flutti þar margar ræður fræðandi og vekjandi. Vill
stjórn Prestafélagsins nota tækifærið og þakka honum
fyrir komuna og það, sem hann lagði til mála á fund-
inum. Bolvíkingar gjörðu sitt til að gjöra fundinn á-
nægjulegan og fundarmönnum dvölina góða. Sýndu
þeir fundarmönnum mikla gestrisni og vinsemd og það
sem mest var um vert, fylgdust af áhuga með málum
þeim, sem rædd voru á fundinum fyrir opnum dyrum,
og sóttu ágætlega erindi þau, sem flutt voru fyrir