Lindin - 01.01.1932, Síða 86
84
L I N D I N
»Lindin« óskar þess, að hans megi sem lengst njóta
við í víngarðsstarfinu, sem hann ann mest allra sinna
starfa og óskar honum og heimili hans blessunar í
framtíð. cr e
Kirkjugarösvígsla. Sunnudaginn 24. júlí þ. á. vígði
prófastur nýjan grafreit umiiverfis Sæbólskirkju á
Ingjaldssandi í Dýrafjarðarþingum. Kirkjan var þar
byggð fyrir 3 árum á fögrum stað í túninu, og með því
að grafreiturinn, sem hafði verið umhverfis gömlu
kirkjuna, var orðinn alveg útgrafinn, var nú í sumar
afmarkaður og afgirtur með steini og járni þessi nýi
reitur.
Vígslan fór þannig fram, að söfnuðurinn staðnæmd-
ist úti fyrir kirkjudyrum og söng sálminn 597 í Sálma-
bókinni, en leikið var á hormonium kirkjunnar inni. Að
sálminum sungnum gekk prófastur í kirkjugarðshliðið,
sem er gegnt kirkjudyrum og flutti vígsluræðu (prent-
aða á öðrum stað í riti þessu). Eftir hana hóf söfnuð-
urinn göngu umhverfis grafreitinn, en innan girðingar,
syngjandi versið nr. 600 í Sálmabókinni. Var svo stað-
næmst aftur á sama stað. Gengu þá fram sóknarnefnd-
armennirnir þrír og mynduðu ásamt prófasti ferhym-
ing um söfnuðinn og lásu upp þessar greinar úr biblí-
unni:
Prófastur (sóknarpr.): Sálm. 103, 15.—18.
1. sóknarnefndarmaður: Sálm. 90., 1.—4.
2. sóknarnefndarmaður: 1. Kor. 15., 42.—44.
3. sóknarnefndarmaður: Opb. 7., 9.—12.
Prófastur: 1. Pét. 1., 3.
Þá flutti prófastur bæn (prentaða á eftir ræðunni).
Síðast var sunginn (með nýju lagi) sálmurinn nr. 598
í Sálmabókinni.