Lindin - 01.01.1932, Síða 83
L I N D I N
8Í
Við riðum nú til sjávar, en þar beið okkar bátur.
Stigum við út í hann og var síðan haldið út að Ósi. Þar
áttum við heimboð hjá Gunnlaugi Magnússyni bónda
og konu hans, frú Mörtu Magnúsdóttur. Skemmtum við
okkur þar góða stund við söng, fiðluspil og veitingar.
Er heimili þeirra hið myndarlegasta og búið nýtízku
þægindum, rafmagni, radio og síma.
Nú var aðeins stutt leið eftir til Hólmavíkur og kom-
umst við þangað í tæka tíð. Síra Böðvar flutti þar fyr-
irlestur, eins og auglýst hafði verið.
Eftir að við höfðum setið í góðu yfirlæti hjá Karli
lækni um kvöldið, fórum við svo um borð í Esju, þessir
sömu fimm, sem farið höfðum af stað frá ísafirði með
Djúpbátnum; hinir fóru sömu leiðir til baka og þeir
höfðu komið. Höfðum við þá lokið við að fara stóran
hring, þegar Esja sigldi inn á fsafjörð um hádegi dag-
inn eftir.
Þess skal getið, útgerðarstjórn ríkisskipanna til verð-
ugs lofs, að hún styrkti þessa fundarsókn okkar, með
þvi að veita okkur ókeypis far, hverjum heim til sín.
Og skipstjórinn, hr. Ásgeir Sigurðsson, sýndi okkur
hina mestu gestrisni og velvild, eins og hans var von
og vísa.
Ég finn það nú eftir á, að hefði ég ekki sótt þennan
fund, hefði ég farið mikils á mis. Allt hjálpaðist að því
að gera ferðina hina ánægjulegustu: Indælis veður,
skemmtilegir samferðamenn, góður fundur og síðast en
ekki sízt höfðinglegar viðtökur hvar sem við komum og
allstaðar framréttar hjálpfúsar hendur til að greiða
fyrir okkur. Þess vegna geymum við, sem sóttum fund-
inn, minningu um skemmtilega ferð.
Bíldudal, 29. okt. 1931.
Helgi Konráðsson.
6