Lindin - 01.01.1932, Side 22
20
L I N D I N
viðkemur þessum heimi, jörðunni, sem vér lifum á og
líka um æðri tilveru, geta séð inn í ósýnilega heima,
hafa sýnir. Svo afarmikil þekking er stórmikils virði
og Páll hefir áreiðanlega verið Guði þakklátur fyrir
það, að hann var einn þeirra manna, sem hafði þá dul-
rænu gáfu, að sjá sýnir, en þó heldur hann þvi fram,
að hversu mikla þekkingu sem hann hefði, þá væri
hann ekki neitt án kærleika, og meira að segja, þó að
þekkingunni væri samfara svo mikil trú, að hann gæti
sagt, samkvæmt því, sem Jesús talar um í Markúsar-
guðspjalli, 11. kap., 23. versi, við fjall: Lyftist þú upp
og steypist þú í hafið, og honum yrði að því. Hann
segir, að hversu mikil sem þekkingin verði og hversu
mikil sem trúin verði, sé maðurinn ekki neitt, ef hann
vantar kærleika. Að vera ekki neitt táknar að hafa
minnsta manngildi. Og slíkt verður manngildið, hve
mikil sem spádómsgáfan er, þekkingin og trúin, ef
kærleikan vantar. Hann segir: Og þótt ég hefði spá-
dómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti álla. þekk-
inguna og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa
mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki
neitt. Og enn tekur hann til samanburðar kærleikan-
um, það að vera eins gjöfull eins og unnt er (gefa
allar eigur sínar), og það að vera svo framúrskarandi
hugrakkur, að lengra sé ekki hægt að komast í því
efni, maðurinn hafi jafnvel hugrekki til þess að láta
brenna sig lifandi og gjöri það án þess að kveinka sér.
Páll hefir þekkt til þess, að á öllum tímum gefa ýmsir
menn stórmiklar ölmusugjafir, án nokkurs kærleika,
ýmist sér til lofs og frægðar, eða af öðrum hvötum, sem
eiga ekkert skylt við hreinan kærleika. Hann hefir
líka sjálfsagt þekkt þess dæmi, að menn létu brenna
sig lifandi til þess eins að sýna karlmennsku sína og
vera rómaðir fyrir það eftir dauðann. Minning þessara
manna var í hávegum höfð hjá Grikkjum, og alþjóð
vissi, hvar þeir voru grafnir. Skömmu áður en Páll