Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 49
L I N D I N
47
að leggja yfir þennan reit, því að »frá honum, fyrir
hann og til hans eru allir hlutir«, svo og líka þessi litli,
en einkar hugnæmi guðsþjónustustaður og hinsti hvíld-
arstaður guðs barna.
Svo lýsi jeg þennan afgirta reit að vera guði helg-
aðan, guði vígðan kirkjugarð Sæbólskirkju og greftr-
unarreit þeirra, sem andast í umdæmi kirkjusafnaðar-
ins eða flytjast lík inn í það. Heilagur friður hvíli yfir
honum í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. —
»Drottinn blessi þig og varðveiti þig,-------«.
Amen.
BÆN.
Eilífi guð! Nú er vér höfurn vígt þennan reit í þínu bleasaða
nafni og heyrt þitt heilagt orð um samband hans við lifsákvörð-
un þina og um von eilífs lífs, þá viljum vér koma fram fyrir
þig í innilegri bæn. — Vér biðjum þig i Jesú nafni: Lát anda
þinn vitna fyrir vorum anda, að hér sé oss ímynd hliðs himins-
iyi8, inngangwr frá dauðanum til lífsins hins eilífa og alsanna.
— Æ, vér vitum, að í framtíðinni berst oft hingað inn sorg og
sár harmur; ó, gef af miskunn þinni, að héðan nái þá aftur cJð
streyma himnesk huggun og friður. Vér vitum, að hingað koma
heitar endwrminningar frá umliðnum samvistartímum; 6, gef
af miskunn þinni, að héðan nái þá aftur að streyma hjartanleg
von endurfunda á landi llfsins eftir skilnaðartlmann. — Látlu
Ijósið þitt — Ijós trúarinnar, skína yfir gröfunum myrku. Láttu
ylinn þinn — yl kærleikans — verma bwrtu kuldahroU dauðans.
Láttu friðinn þinn vera hér ríkjandi og fyrir braft anda þíns
lesa sig inn í hjörtun órólegu og kvíðandi og sanna, að sá er 6-
hultur, sem býr í skugga og skjóli þinu, hins almáttuga og al-
góða. — Blessa, góði guð, hugga, endumær og friða alla þá,
sem ganga hingað á þinn blessaðan fund. Lát þá finna nærveru
þína einnig l skuggadölwm dauðans. Heyr bæn vora í Jesú nafni
— >Faðir vor----------«. — tNáðin drottins vors------------c.
Axnen.