Lindin - 01.01.1932, Side 104
102
L I N D I N
biskup, professor theologiae Sigurður P. Sívertsen og
Síra Sigurður Þorsteinsson frá Noregi.
Hófst fundurinn fimmtudaginn 1. sept., kl. ll]/2 f.
h. með sálmasöng og bænargjörð. — Þá gaf formaður
skýrslu um starf stjórnar félagsins síðastliðið ár. Jafn-
framt minntist hann eins félagsmanns, er flutzt hafði
af félagssvæðinu, síra Helga Konráðssonar, prests á
Höskuldsstöðum í Húnavatnssýslu, og var samþykkt að
senda honum kveðju símleiðis. Þá bauð formaður vel-
kominn í hóp vestfirzkra presta síra Jón Jakobsson,
prest á Bíldudal. Ennfremur las hann upp kveðju til
fundarins frá sóknarpresti Hólsprestakalls, síra Páii
Sigurðssyni, sem nú er á leið til útlanda. — Þessu næst
las formaður upp endurskoðaðan reikning félagsins;
sýndi hann að félagið skuldar, vegna »Lindarinnar«,
kr. 600.00, en aftur var nokkuð ókomið inn fyrir ritið
og nokkur félagsgjöld ógreidd, svo að skuld félagsins
er í raun og veru nokkru minni, en reikningurinn grein-
ir. Reikningurinn var samþykktur í einu hljóði. — Var
nú fundi frestað til kl. 4 e. h.
Kl. l/2 e. h. hófst guðsþjónusta í kirkjunni. Síra
Böðvar Bjarnason, Hrafnseyri, prédikaði, en Sigurgeir
Sigurðsson, prófastur, ísafirði, þjónaði fyrir altari. All
ir fundarmenn gengu til altaris. Kirkjan var fullskipuð.
Kl. 4 e. h. hófst fundurinn aftur. Síra Jónmundur
Halldórsson hóf máls um kristindómsfræðslu. Umræð-
urnar voru opinberar og var margt manna samankom-
ið í kirkjunni. Samþykkt var að fela þriggja manna
nefnd að undirbúa ályktanir um þetta efni, er lagðar
yrði fyrir fundinn daginn eftir. Umræður stóðu til kl.
7 e. h. Var þá fundi frestað til næsta dags.
Kl. 8 e. h. flutti prófessor Sigurður P. Sívertsen,
vígslubiskup opinbert erindi, er hann nefndi: Gildi
guðfræðiþekkingar. Var það mjög fjölsótt.
Föstudaginn þ. 2. sept., kl. 9]/2 f. h., var fundurinn