Lindin - 01.01.1932, Síða 67
L I N D I N
65
frábæru hljómleikar (Motetten), sem þar hafa verið
haldnir um langan aldur og eru haldnir þar ennjvenju-
lega tvisvar í viku, á föstudögum klukkan sex og laug-
ardögum klukkan hálf þrjú.
Tómasarkirkjan er upphaflega klausturkirkja.
Klaustur þetta var stofnað árið 1212, og var þá kirkjan
reist um leið og samtímis stofnaður klausturskóli, er
brátt varð frægur og ekki sízt fyrir sönglist sína.
Stendur skóli þessi enn í dag og ber nafnið Tómasar-
skóli, en auðvitað hefir hann tekið breytingum, eftir
því sem aldir liðu, og er nú almennur menntaskóli eða
forskóli fyrir háskólanám.
Árið 1539 var siðabót Lúthers lögtekin í Leipzig.
Kom þá Lúther til borgarinnar og flutti mikla prédik-
un í Tómasarkirkjunni á hvitasunnudag 25. maí um
vorið.
Var þá klaustrið að sjálfsögðu lagt niður, en borgar-
ráðið keypti eignirnar og tók kirkju og skóla í sínar
hendur. Tómasarskólinn er elzti latínuskólinn í Leipzig.
Hélt hann hátíðlegt 700 ára afmæli sitt árið 1912,
tveimur árum fyrir heimsstyrjöldina miklu.
Upphaflega var sami maður forsöngvari kirkjunnar
og söngkennari skólans. Völdust til þessa starfa hinir
ágætustu sönglistarmenn hver fram af öðrum. En
frægastur þeirra allra varð meistarinn Jóhann Sebasti-
an Bach. Hann var organleikari kirkjunnar og söng-
kennari skólans á árunum 1723—1750. Honum var
reistur minnisvarði við suðurhlið kirkjunnar. Eftir
hans daga þótti ekki heiglum hent að takast þennan
starfa á hendur, enda voru eftirmenn Bachs ágætir
söngfræðingar og tónskáld, þó að enginn þeirra hafi
nándar nærri náð frægð snillingsins mikla. Nú er þetta
starf skipt milli tveggja, svo að annar er organleikari
kirkjunnar, en hinn söngstjóri Tómasarkórsins, en svo
er nefndur drengjakór Tómasarskólans.
5