Lindin - 01.01.1932, Síða 61
L I N D I N 59
fjörðinn, að koma út að Vogum við og við og vita
hvemig liði.
Alltaf þegar Jón kom að landi í kaupstaðnum, hafði
hann skrifað heim til sín nokkrar línur, en dvölin þar
var svo stutt, að þó ekki væri nema þriggja tíma ferð
þaðan og út að Vogum, fékk hann aldrei tækifæri til
að skreppa heim. — En þegar bréfin komu frá honum
urðu þau öll svo glöð, yfir að vita að pabba liði vel, og
að alltaf væri smátt og smátt að styttast þangað til
hann kæmi heim næst. Öll börnin söknuðu hans svo
mikið, þó ekkert þeirra tæki sér burtveru pabba síns
eins nærri og hann Gunnar litli, sem nú var að veröa
fimm ára. Stundum þegar hann var að leika sér úti,
kom hann allt í einu grátandi inn til mömmu sinnar og
sagði að sér leiddist svo mikið að hann pabbi værialdrei
heima. Og þegar hríðar og byljir geisuðu, felldi hann
margt tárið yfir því, að nú væri hann pabbi úti á sjón-
um í þessu vonda veðri. —
Tvisvar höfðu komið bréf frá Jóni þetta síðasta
haust, og rétt fyrir miðja jólaföstu kom bátur með
matvörusendingu til heimilisins, og stóran pakka sem
skrifað var á: »Opnist á jólunum«. Mamma skoðaði
böggulinn í krók og kring, en henni kom ekki til hugar
að opna hann, en nokkur tár læddust niður kinnarnar
af þakklæti og kærleika fyrir fórnfýsina og erfiðið sem
maður hennar lagði í sölurnar, og hún sá í anda hve
glaður hann væri yfir þeim fögnuði, sem þessi sending
skapaði á heimilinu.
Tíðin hafði verið fremur góð fram undir miðjan des-
ember. Þá umhverfðist veðráttan allt í einu. Hvert
norðan áhlaupið rak annað og fönninni dyngdi niður.
Helgi litli þurfti oft á dag að fara upp á gluggana á
baðstofunni til að moka af þeim snjónum, svo að ein-
hver glæta yrði inni um hádaginn. Sjórinn var freyð-
andi, eins og hver snjóskaflinn tæki við af öðrum, eins
langt og augað eygði, jafnvel víkin þeirra sem oft var