Lindin - 01.01.1932, Side 93
L I N D I N
91
Utanfarir presta. Dómkirkjuprestur séra Bjarnl
Jónsson fór utan í sumar og er nýlega kominn heim
þegar þetta er ritað. Mjög er mikilvægt, að prestar geti
átt þess kost að fara utan, öðru hvoru, og kynnzt
starfsháttum erlendra þjóða á sviði kirkjumála, bók-
menntum og sem flestum nýjungum er til hins betra
horfa. Vegna fjárhagsörðugleika þjóðarinnar, eiga
prestar, sem stendur, ekki kost á utanfararstyrk, en
vonandi rætist úr, áður en langt um líður.
Magnús prófessor Jónsson var einnig utan í sumar
og fór víða. Hefir hann þessa daga verið að flytja er-
indi — ferðaminningar sínar — í útvarpið og er gerð-
ur að þeim hinn bezti rómur. Frásögn hans full af fjöri
og fróðleik.
Nýtt prédikanasafn. Um þessar mundir mun vera að
koma út i Reykjavík prédikanasafn eftir biskupinn Dr.
theol. Jón Helgason. Lindin óskar prédikununum góðr-
ar ferðar meðal þjóðarinnar. Mun þeirra getið nánar i
næsta árg. Sigurg. Sigurðsson.
Indverski sagnfræðingimnn K. M. Ashraf var hér á
ferð í sumar. Spurðum vér hann meðal annars um álit
hans á kristna trúboðinu. Sagði hann að kristniboðarn-
ir hefðu hollust áhrif allra vestrænna manna, sem á
Indlandi dveldust og að Indverjum væri þetta ijóst,
indverskir kristniboðar hefðu skrifað margar beztu
bækurnar, sem út hefðu komið um líf Indverja, frá
ýmsum hliðum. Hann lýsti því, hvernig ýmsir vestræn-
ir menn koma til Indlands og dveljast þar með það fyr-
ir augum að hafa Indverja að féþúfu. En kristniboð-
arnir koma til Indlands og dvelja þar, til þess að verða
þeim að liði, eftir beztu getu. Aðrir vestrænir menn
gjöri sitt ítrasta til að safna þar auði, en kristniboðarn-
ir, sem vel gætu auðgast þar, eins og aðrir, lifa þar ó-
brotnu lífi án þess að verða auðugir menn. Vér spurð-