Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 24
22
L I N D I N
lesum sei'nustu orðin í sálmversinu: Hann breiðir yfir
allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Slíkt erindi gat
sá einn ort, sem hafði afar fjölbreytta lífsreynslu, og
mjög margvíslega reynslu um það, hvað það er að
elska: 1. Kærleikurinn er langlyndur: hann er þolin-
móður, stefnufastur, breytist ekki, þó að sá, sem elsk-
aður er breytist og reynist misjafnlega. Langlyndi kær-
leikans ljómaði úr augum Jesú, er hann horfði á Pétur
í hallargarðinum. 2. Hann er góðviljaður: ann öllum
alls góðs og vinnur að því, að menn verði góðir og
njóti þess, sem gott er. 3. Kiærleikurinn öfundar ekki:
Afbrýðissemi á ekki heima í ríki kærleikans og enginn
stefnir þar að því, að hafa einn einkarétt til þess að
gera einhverjum öðrum gott. Kærleikurinn gleðst af
öllu góðu, frá hverjum sem það kemur og hver sem
hlýtur það. Öfund, hryggð yfir annara hamingju er út-
læg úr ríki kærleikans. 4. Kærleikurinn er ekki rawp-
samur: Hann gortar ekki af góðverkum, lætur ekki
vinstri hönd vita hvað sú hægri gjörir, breiðir ekki á-
gæti sitt út til sýnis, er ekki taktlaus, raupsemi er takt-
leysi. 5. Hreykir sér ekki upy: Hann er ekki þóttafullur,
hégómlegur, hyggur ekki að láta á sér bera. í ríki kær-
leikans biðja menn ekki bænar eins og þeirrar, sem
Jesús segir oss frá í dæmisögu, og byrjar svona: »Drott-
inn ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn«. 6.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega: Hann virðir góða
siði, forðast allt, sem er óhæfilegt, er varkár í orði og
verki. 7. Leitar ekki síns eigin: í ríki kærleikans hafa
menn ekki fyrst og fremst eigin hagsmuni fyrir aug-
um, og mönnum er þar ekki það fyrir mestu, að hljóta
sjálfir hrós og frægð. Einstaklingurinn miðar þar ekki
allt við sjálfan sig, heldur við það, hvað öðrum verður
til blessunar. 8. Hann reiðist ekki: í ríki kærleikans
verða menn ekki uppvægir af neinu og reiði nær þar
aldrei völdum. 9. Tilreiknar ekki hið illa: Hann leggur
ekki misgjörðir á minnið, lætur ekki æðrast yfir van-