Lindin - 01.01.1932, Síða 82
80
L I N D I N
Var fundurinn hinn ánægjulegasti' og rausn mikil í
veitingum og aðbúð á prestssetrinu, svo að allir voru
glaðir og ánægðir þegar fundi lauk. Þó mun öllum hafa
fundizt ákjósanlegt að fá að dvelja lengur, en til þess
var ekki tími. Esja átti að fara frá Hólmavík kl. 12
um kvöldið og með henni ætluðum við að fara.
Þegar við vorum allir ferðbúnir og hestar stóðu söðl-
aðir á hlaðinu, sté síra Sigtryggur á bak hesti sínum
og bað sér hljóðs. Sagðist honum eitthvað á þessa leið:
»Menn og meyjar, sem heyrið mál mitt! Það hefir
nú komið fyrir mig, sem getið er um í fombókmennt-
um vorum, að stundum bar við áður á tímum: Ég hef
kastað ellibelgnum þessa dagana.
Eins og ykkur er ef til vill kunnugt um, hef ég nú
um all-langt skeið haft fylgikonu eina hvimleiða mjög,
er valdið hefir mér margri andvökunótt og gert mér
erfitt fyrir. Það er gigtin. Hefir sambúð okkar verið
með litlum kærleikum, þó að við höfum ekki getað skil-
ið. Nú síðast, áður en ég lagði af stað í þessa ferð,
gerðist hún mjög áleitin við mig og fylgdi mér dyggi-
lega fyrsta daginn. En síðan var svo sem drægi úr henni
mátt og tak hennar linaðist og hvarf hún smátt og
smátt. Og þegar ég kom hérna á heiðarbrúnina í fyrra-
dag, og sá dalinn brosandi í sólskininu, hvarf hún með
öllu á braut og ég fann hvernig ég varð ungur í annað
sinn. Síðan hefir hún ekki gert vart við sig. Ég hef
kastað ellibelgnum.
En þess er getið, að sá, sem varð fyrir því láni, fékk
að verðlaunum unga og fríða brúður og vil ég fylgja
þeim sið og hafa á burt með mér héðan hina fríðustu
brúður. Það er minningin. Héðan tek ég með mér minn-
inguna um sólríka daga, samúð og gestrisni. Þeirrar
brúðar mun ég njóta til æfiloka«.
Að því búnu héldum við af stað og þótti okkur pró-
fastur hafa sett fram það, sem okkur bjó öllum í huga
og var gerður góður rómur að ræðu hans.