Lindin - 01.01.1932, Page 82

Lindin - 01.01.1932, Page 82
80 L I N D I N Var fundurinn hinn ánægjulegasti' og rausn mikil í veitingum og aðbúð á prestssetrinu, svo að allir voru glaðir og ánægðir þegar fundi lauk. Þó mun öllum hafa fundizt ákjósanlegt að fá að dvelja lengur, en til þess var ekki tími. Esja átti að fara frá Hólmavík kl. 12 um kvöldið og með henni ætluðum við að fara. Þegar við vorum allir ferðbúnir og hestar stóðu söðl- aðir á hlaðinu, sté síra Sigtryggur á bak hesti sínum og bað sér hljóðs. Sagðist honum eitthvað á þessa leið: »Menn og meyjar, sem heyrið mál mitt! Það hefir nú komið fyrir mig, sem getið er um í fombókmennt- um vorum, að stundum bar við áður á tímum: Ég hef kastað ellibelgnum þessa dagana. Eins og ykkur er ef til vill kunnugt um, hef ég nú um all-langt skeið haft fylgikonu eina hvimleiða mjög, er valdið hefir mér margri andvökunótt og gert mér erfitt fyrir. Það er gigtin. Hefir sambúð okkar verið með litlum kærleikum, þó að við höfum ekki getað skil- ið. Nú síðast, áður en ég lagði af stað í þessa ferð, gerðist hún mjög áleitin við mig og fylgdi mér dyggi- lega fyrsta daginn. En síðan var svo sem drægi úr henni mátt og tak hennar linaðist og hvarf hún smátt og smátt. Og þegar ég kom hérna á heiðarbrúnina í fyrra- dag, og sá dalinn brosandi í sólskininu, hvarf hún með öllu á braut og ég fann hvernig ég varð ungur í annað sinn. Síðan hefir hún ekki gert vart við sig. Ég hef kastað ellibelgnum. En þess er getið, að sá, sem varð fyrir því láni, fékk að verðlaunum unga og fríða brúður og vil ég fylgja þeim sið og hafa á burt með mér héðan hina fríðustu brúður. Það er minningin. Héðan tek ég með mér minn- inguna um sólríka daga, samúð og gestrisni. Þeirrar brúðar mun ég njóta til æfiloka«. Að því búnu héldum við af stað og þótti okkur pró- fastur hafa sett fram það, sem okkur bjó öllum í huga og var gerður góður rómur að ræðu hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.