Lindin - 01.01.1932, Síða 20
18
L I N D I N
öðru og tivert með öðru. Þú, sem ert á himnum.
segjum vér, af því að þar sem Guð er, þar er gleði,
friður, kærleikur og sæla, það er himininn, og vér von-
um líka öll, að öðlast einhveratíma fullkomna gleði,
frið, kærleika og sælu. Vér játum þannig trú vora,
kærleika og von með ávarpinu: Faðir vor, þú, sem ert
á himnum.
Helgist þitt nafn. Vér biðjum í þessari bæn, að allir
menn læri að nefna Guð föður, að allir menn á jörð-
unni elski nafn Guðs og beri lotningu fyrir honum.
Tillcomi þitt riki. Vér biðjum, að allur heimurinn
verði kristinn, í hverju mannshjarta verði Guðs vilji
alvaldur, allar góðar hugsjónir sigri.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Vér biðj-
um um auðmýkt til þess að beygja oss undir vilja Guðs
og um kraft til þess að gjöra Guðs vilja.
Gef oss í dag vort daglegt brauð. Vér biðjum um ailt,
sem vér þurfum til þess að lifa heilbrigðu lífi og að
vér lærum að deila hver með öðrum, svo að það geti
ekki komið fyrir, að einn líði skort, meðan annar lifir
í óhófi. Vér helgum Guði og þökkum honum alla jarð-
neska og andlega blessun.
Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgef-
um vorum slculdunautum. Vér biðjum Guð um að fyr-
irgefa oss allar vorar yfirsjónir og öll vor afbrot og
syndir, og að gefa oss náð tii þess að fyrirgefa öðrum
mönnum sérhvað rangt, sem þeir gjöra á hluta vorn.
Eigi leið þú oss í freistmi. Vér biðjum Guð um að
kenna oss að nota rétt gæði lífsins og láta þau ekki
leiða oss til syndar. Vér biðjum hann um að hjálpa oss
til þess að veita öllum freistingum viðnám, svo að sér-
hver þraut verði til þess að gjöra oss sterkari og betri.
Vér biðjum Guð að verada oss gegn voðanum. Hjálpa
oss til þess að vera hreinir.
Heldmr frelsa oss frá illu. Vér þiðjum að ekkert illt
fái grandað oss,