Lindin - 01.01.1932, Síða 100
98
L I N D I N
væri í framtíðinni prestssetursbyggingar og heimavist-
arskóla fyrir börn í sveitum landsins, svo að prestar
gætu haft fræðslustörf á hendi. Fleiri tóku til máls
og snerust umræðurnar um þessar þrjár spurningar
frummælanda: Hver á að kenna? Hvað á að kenna?
og hvernig á að kenna? Sr. Sigtryggur Guðlaugsson
bætti við þessari spurningu: Hvenær á að byrja að
kenna barninu kristinfræði ? Taldi hann að það yrði
aldrei of snemma byrjað, en þó væri námið þýðingar-
mest, er barnið væri komið um og yfir fermingaraldur,
þar af leiðandi væri aldrei rétt að sækja um fermingar-
leyfi fyrir ófullaldra börn. Sr. Halldór Kolbeins kom
fram með svohljóðandi tillögu, er samþykt var í einu
hljóði:
Fundurinn skorar á kennslumálastjórn landsins að
hlutast til um það, að kristinfræði séu kennd í öllum
þeim skólum, sem njóta opinbers styrks og sjá um að
hæfar kennslubækur verði gefnar út á íslenzku í krist-
infræðum.
5. Um kirkjurækni flutti sr. Jón Brandsson erindi
og spunnust út af því umræður. Sr. Sigurgeir Sigurðs-
son benti á að prestar ættu jafnvel ekki að gera messu-
fall þótt enginn kæmi til kirkju. Sr. Halldór Kolbeins
skýrði frá, að hann hefði þegar tekið upp þann sið að
messa ávalt, ef hann hefði auglýst messu. í sambandi
við þetta var kosin nefnd til þess að gera tillögur um
helgisiðamálið og leggja fyrir fundinn næsta dag. í
nefndina var stjórn félagsins kosin.
6. Sálmabókarmálið. Sr. Sveinn Guðmundsson flutti
inngangserindi um málið. Svohljóðandi tillaga kom
fram:
Fundurinn skorar á kirkjustjórn fslands að vinda
sem bráðastan bug að endurskoðun sálmabókarinnar.
Till. borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkv. gegn
3, sem aðeins óska viðbætis við núverandi sálmabók.
Var því næst fundi frestað til næsta dags,