Lindin - 01.01.1932, Síða 13
L I N D I N
11
hið sígræna lífsins tré, sem sendir Ijós gleðiboðskapar-
ins um allar áttir heimsins. Hans himneska birta er
miðsól allra barna mannlífsins á jörðinni. Og »öllum
þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða
guðs börn, þeim, sem trúðu á nafn hans«. Spor þeirra
skulu stigin umhverfis hann. Þar er »vegurinn, sann-
leikurinn og lífið«. Á leiðinni syngja þessi börn guði lof
með lífsframkomu sinni. Og þegar ljósin slokna —
hæfileikinn til þess að meðtaka hér á jörðu guðs náð —
þá njóta þau ávaxtanna af lífstrénu, lifsins brauðs.
»Eg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til
mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir«.
------Svona dýrðlegt er íhugunarefni hinna kristnu
jóla. Minnumst þess, að eigi var nokkur sá í heiminn
borinn, sem færði þvílík lífsgæði: lífskraft, lífsfull-
komnun, lífsunað. — Hálofuð sé ár hvert minning
fæðingar hans á þessa jörð!
S. G.
Eg þrái frið.
(Lag: Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll).
Ég kem í auðmýkt Kristur hár
og krýp sem barnið, smærri en smár.
Ég þrái frið — og þyrstur bið:
Ó, gleym mér ekki, Guð!
Er þrái’ ég frið í þreytta sál,
við þig að tala bænamál,
er himnesk lind í sorg og synd.
Ó, lífsins góði Guð!