Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 65
L I N D I N
68
stjórinn og Jón, að ljósið sem hann sá hafði bjargað
skipshöfninni í þetta sinn. —
Jón gekk niður af stjórnpallinum, hann staðnæmdist
framanvert á skipinu, hann starði og starði til lands.
Havða ljós gat þetta hafa verið? Enginn bær var á
þessum slóðum, enginn gat verið með ljós úti á nesi um
þetta leyti, sjálfa jólanóttina. Hann var vakinn af þess-
um hugleiðingum, við það að skipið tók »fram á«. Nú
vissi hann að hann var að nálgast heimilið sitt. Eftir
góðan stundarfjórðung sá hann ljósið í Vogum. Það
var nær því komið á hlið við þá. — Þá heyrði hann að
skipstjórinn kallaði: »Er Jón frá Vogum þarna?«
Iíonum brá dálítið. Það var ekki laust við að hann væri
svolítið óstyrkur þegar hann hraðaði sér upp til skip-
stjórans. »Er djúpt upp á víkina þína, Jón minn?«
spurði skipstjórinn. »Já, hún má heita hyldjúp upp að
fjöruborði«, svaraði Jón. »úr því veðrið er að batna, er
ég að hugsa um að láta skjóta þér á land rétt í þetta
skifti. Þú verður tilbúinn að fara með okkur á annan
dag«. —
Það var búið að setja niður bátinn. Jón var að fara
niður. Þá kallaði skipstjórinn: »Piltar! Kastið þið
nokkrum »smálokum« niður í bátinn til hans Jóns,
hann má ekki eta heimilið út á gaddinn á sjálfum jól-
unum«. —
Mikill og óvæntur var fögnuðurinn heima. Eldri
börnin voru ekki háttuð. Nú fundu þau að jólin, — hin
yndislega hátíð, — voru komin, þegar pabbi var heimt-
ur úr helju. Litla kertið, sem sett hafði verið í ljós-
kerið hans Gunna litla, var rétt að brenna út. En sjálf-
ur var hann »dottinn út af«, frá umhugsuninni um jól-
in og hann pabba.
Og morguninn eftir þegar hann var vaknaður og bú-
inn að heilsa pabba sínum, spurði hann strax, »Sástu
ljósið frá Guði, sem við báðum hann að senda þér, svo