Lindin - 01.01.1932, Side 7
L I N D I N
5
hlmrni mlsmunandi skoðunum á fæðingartfma ,?esð
mætir hin sama spuraing: Hvemig er hún orðin tii«.
Svo er að sjá. sem bæði í Suður- oj? Norðurlöndum hafi
í heiðni verið tilhneiging til hátíðahalda um vetursöl-
stöður eða upp úr þeim. — En þótt svo væri, að frels-
arinn hafi' fæðst á öðrum tíma árs en nú er helgaður
fæðingu hans, þá eru samt þessir minning'ardagar um
hana heilagir kristnum mönnum. að sínu leyti likt og
myndir af ásýnd hans, þótt enginn viti nú með vissu,
hvernig hún hefir verið.
Þegar kristin trú kom tii Norðurianda, var fæðingar-
hátfð Jesú fyrir löngu fast-ákveðin. Hafðí hún f hverju
máli hlotið nafn eftir efni sfnu eða helgi. Þannig heitir
hún á latínu »festum nati Christi«, á engilsaxnesku
mödraniht (mæðranótt), á þýsku: Weihnacht, á ensku:
Christmas. En á Norðuriöndum fékk hún sérstakt
nafn: j6L Eigi er ljós frummerking þess orðs, en það
er hátfðamafn í heiðnum sið Norðurlanda. Virðist það
tákna gleðí, glaum, skemtan. Gleðin sýnist hafa verið
framkvæmd með gestaboðum til veislu (öldrykkju,
kjötáts, leikja). Eigi er heldur nærri Ijóst um upphaf-
iegt tilefni til þessa hátfðarhaids í heiðnum sið. Tíminn
og hugsanaferill manna veldur svo miklum breytingum
í þeim efnum. Þegar fyrri trúarefni og hættir missa
helgi sína, þá er farið að minnast þeirra með skop-
eftirlíkingum, og þá telst jafnvel illvættir það, sem
áður var dýrkað.
Einna upphaflegust hefir máske verið sú hugmynd,
að fagna endurhækkun sóiar á lofti. Grfskur rithöf-
undur á 6. öld e. Kr. segir svo frá, að á eyjunni Þúle
lengst í norðri (líklega hjá honum Skandinaviaskag-
^nn) > sjáist sólin ekki í 40 daga. En að liðnum 35 dög-
um séu njósnarmenn sendir upp á hæstu fjöll. Og þeg-
ar þeir hafi séð sólina, þá hefjist gestaboð mikil, til
þess að fagna endurkomu hennar. Eigi er ólíklegt, að