Lindin - 01.01.1932, Síða 9
L I N D I N 7
anna úr Austurlöndum. Greip þá líka hér inn í minning
um umskurn Jesú og áramótin.
Það mun snemma í kaþólskri tíð hér á landi hafa
tíðkast, að flytja guðsþjónustu aftansöng í kirkjum á
jólanótt. Var hún gerð hátíðleg eftir föngum með
ljósum og söng. Ljós voru líka kveikt venju fremur á
heimilum, sem minna átti á hið mikla ljós heimsíns,
drottinn vorn og frelsara, og jafnvel fæla burtu óvætt-
ir, er hjátrúin minntist enn frá heiðnum sið. Var svo
vakað um nóttina, og vakan nefnd, vegna helgi sinnar,
með latnesku nafni »vigilía« (= vaka).
Hér á landi var fjölmennt til aftansöngs á jólanótt;
sumstaðar aðeins einn heima, er geymdi bæinn. En
með því að verðugt þótti, að vera aftur við messu á
jóladaginn, fór margt manna ekki heim frá kvöld-
söngnum, heldur settist að á kirkjustaðnum, hafði
vigilíu þar og skemti sér með söng og einskonar dans-
leikjum. Nafnið vigilía mun brátt hafa í hugum manna
táknað aðeins helgi vökunnar, sem þá gat heitið vigi-
líu-vaka, samandregið: vigilvaka, vikivaka; en vöku-
starfið: söngurinn, ljóðin, dansleikurinn fékk nafnið i
karlkyni: vikivaki, sem nú er alkunnugt. — Þessar
vökuskemtanir urðu fleiri á vetrum einkum um helgar,
en þá líklega minna gætt helgi þeirra, því að þegar
lengra leið, fengu þær eigi gott orð á sig og lögðust þær
niður um miðja 18. öld. Hafði þá og aftansöngnum
verið hætt litlu fyrir miðja öldina; en 3 voru taldir
helgir jóladagar (með messugjörð) fram undir lok ald-
arinnar. — Mun nú hátíðarhaldið hafa færst meira inn
á heimilin sjálf, enda trúarylshreifing stutt að því.
Nú skal eg lýsa jólahaldinu eins og það tíðkaðist í
sveit minni og á heimili mínu fyrir 60—70 árum. —
Undirbúningur jóla byrjaði með því, að um miðja jóla-
föstu var farið að steypa kerti úr tólg. Var það gert
heima, kertaform til nálega á hverjum bæ, annars feng-
ið lánað. Þó var form-eign víst nýleg framför, því að