Lindin - 01.01.1932, Page 9

Lindin - 01.01.1932, Page 9
L I N D I N 7 anna úr Austurlöndum. Greip þá líka hér inn í minning um umskurn Jesú og áramótin. Það mun snemma í kaþólskri tíð hér á landi hafa tíðkast, að flytja guðsþjónustu aftansöng í kirkjum á jólanótt. Var hún gerð hátíðleg eftir föngum með ljósum og söng. Ljós voru líka kveikt venju fremur á heimilum, sem minna átti á hið mikla ljós heimsíns, drottinn vorn og frelsara, og jafnvel fæla burtu óvætt- ir, er hjátrúin minntist enn frá heiðnum sið. Var svo vakað um nóttina, og vakan nefnd, vegna helgi sinnar, með latnesku nafni »vigilía« (= vaka). Hér á landi var fjölmennt til aftansöngs á jólanótt; sumstaðar aðeins einn heima, er geymdi bæinn. En með því að verðugt þótti, að vera aftur við messu á jóladaginn, fór margt manna ekki heim frá kvöld- söngnum, heldur settist að á kirkjustaðnum, hafði vigilíu þar og skemti sér með söng og einskonar dans- leikjum. Nafnið vigilía mun brátt hafa í hugum manna táknað aðeins helgi vökunnar, sem þá gat heitið vigi- líu-vaka, samandregið: vigilvaka, vikivaka; en vöku- starfið: söngurinn, ljóðin, dansleikurinn fékk nafnið i karlkyni: vikivaki, sem nú er alkunnugt. — Þessar vökuskemtanir urðu fleiri á vetrum einkum um helgar, en þá líklega minna gætt helgi þeirra, því að þegar lengra leið, fengu þær eigi gott orð á sig og lögðust þær niður um miðja 18. öld. Hafði þá og aftansöngnum verið hætt litlu fyrir miðja öldina; en 3 voru taldir helgir jóladagar (með messugjörð) fram undir lok ald- arinnar. — Mun nú hátíðarhaldið hafa færst meira inn á heimilin sjálf, enda trúarylshreifing stutt að því. Nú skal eg lýsa jólahaldinu eins og það tíðkaðist í sveit minni og á heimili mínu fyrir 60—70 árum. — Undirbúningur jóla byrjaði með því, að um miðja jóla- föstu var farið að steypa kerti úr tólg. Var það gert heima, kertaform til nálega á hverjum bæ, annars feng- ið lánað. Þó var form-eign víst nýleg framför, því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.