Lindin - 01.01.1932, Side 25
L I N D I N
23
þekkingu og litlum árangri fórnanna, hyggur á engar
hefndir fyrir það, sem illt er gjört, endurgeldur illt með
góðu. 10. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni: í ríki kær-
leikans gleðst maðurinn ekki yfir göllum andstæðinga
sinna, né yfir þeim mistökum félaga sinna, sem gjöra
þá að eftirbátum hans, hann er ekki ánægður yfir
neinu, sem fer miður, heldur andstæður allri rangri
breytni, hann lætur tilganginn aldrei helga meðalið og
er sorgbitinn yfir öllu, sem er rangt, alveg eins, þó að
eitthvert ranglæti vii'ðist stundum hjálpa manni til
þess að ná eftirsóknarverðu takmarki. 11. En samgleðst
sannleikanum: Með sannleikanum er hér átt við það
líf, sem er lifað í ljósi sannleikans, siðferðilega hreint
og fullkomið líf, andstæðu óréttvísinnar, rangrar
breytni (sjá Róm. 1, 18.), að samgleðjast sannleikan-
um er að gleðjast yfir allri góðri og réttri breytni. 12.
Hann breiðir yfir allt: í ríki kærleikans eru menn ekki
blindir fyrir breyskleika og synd meðbiæðranna, en
þar ríkir djúpur skilningur, samúð og bróðerni, svo að
menn auglýsa ekki fremur annara misgjörðir heldur en
sínar eigin. Hvernig kærleikurinn breiðir yfir allt skilj-
um vér glögglega af frásögunni um Jesúm og hórseku
konuna: Jesús sagði: »Sá yðar, sem er syndlaus, kasti
fyrstur steini á hana«. (Steinn getur hér verið oss tákn
orðs eða athafnar, sem miðar að því að sverta eða
dæma náungann sekan). 13. Trúir öllu: Kærleikurinn
leitar allstaðar að hinu góða og trúir á það. Hann trú-
ir á hið góða í hverjum manni og hvernig sem hann
reynist. Hann trúir á betrun hvers manns og sigur
Guðs allstaðar, og í öllum efnum og þrátt fyrir öll von-
brigði treystir hann algóðleika Guðs og almætti. 14.
Vcmar allt: Hann örvæntir aldrei, lætur engar blekk-
ingar bera sig ofurliði, leggur aldrei árar í bát, þreyt-
ist aldrei, horfir ávalt að heilögu og fögru takmarki
og vonar að ná því. 15. Umber allt: Kærleikurinn fer
ekki í manngreinarálit, hann er samur í allra garð.