Skuggsjá - 01.01.1930, Page 6
4
þig með þeim krafti, sem þú öðlast, er þú tilbiður
myndina i helgidóminum þarna“.
Margir dagar liðu i sæluríkri tilbeiðslu.
Þegar hann var orðinn þreyttur af tilbeiðslunni
spurði bann aftur nokkra menn, sem litu út fyrir
að ráða }Tfir mikilli þekkingu.
Einn þeirra sagði: „Ég þekki leiðina, en viljir þú
fá ósk þína uppfyllta, verður þú að bera þetta á
þjer. Það mun halda þér uppi þegar þreytan yfir-
bugar þig“.
Og hann fekk honum verndargrip.
Kallaði þá annar: „Ég þekki leiðina, en þú verð-
ur að dvelja marga daga i djúpri liugskoðun i ein-
veru musteris þessa, gagnvart mynd þeirri, sem ég
liefi gert af eilífðinni“.
„Ég þekki leiðina“, hrópaði liinn þriðji, „en þú
verður að iðka þessa helgisiði og skilja hin duldu
lög. — Þú verður að ganga inn í samfélag útvaldra
og halda þér við ])á þekkingu, sem við munum gefa
þér“.
„Vertu málsnjall, þegar þú syngur skuggamynd-
um þeim lof, sem þú leitar að“, sagði hinn fjórði.
„Komdu og fylgdu mér, hlýddu öllu sem ég segi
þér. Ég þekki leiðina“, sagði sá fimmti.
Að síðustu féll liin kyrláta ásýnd fjallsins alger-
lega í gleymsku. Nú gengur maðurinn frá einni
hæðinni til annarar og kallar.
„Ég þekki leiðina. En . .. .“