Skuggsjá - 01.01.1930, Page 7
AFTURELDING.
Eins og maður, sem er á ferð í frumskógi, verður
að ryðja sér braut gegnum myrkviðinn til þess að
komast út á víðavang; þannig verður og liver sár
sem vill öðlast frelsi, að ryðja sér braut gegnum
myrkur liins óverulega, sem ekkert gildi hefir og
litla eða enga þýðingu. Fjöldi fólks er reiðubúið
að fórna lífi sínu og hugsjónum sínum, en þeir eru
sárfáir, sem skilja, en það er mun dýrmætara en
afsal. Því ávöxtur fullkomins skilnings er fullkom-
ið líf.
Lífið, sem býr i hverjum einstaklingi, er í sjálfu
sér guðdómlegt og þegar það liefir náð fullkomnun,
þá er frelsið fengið og sannleikur og hamingja
rikja. Á meðan lífið er fjötrað, er barátta óumflýj-
anleg og þér eruð báðir lijóli fæðingar og dauða,
sorga og þjáninga, góðs og ills. Hið fullkomna líf
er ekki Iiáð skoðunum, trúarbrögðum, kreddum
eða kenningum, en bölið stafar af því, að flestir
vilja fjötra lífið með einliverju slíku.
Uni allan heim eru siðalærdómarnir algerlega
í ósamræmi við lífið. Þeir eru Þrándur í Götu
hinna máttlitlu, en eru brotnir á bak aftur ef nokk-
uð reynir á. Allir reyna að baga lífi sínu samkvæmt
settum siðareglum, skoðunum, trúarbrögðum,
kreddum og kerfum, en það leiðir af sér stjórnleysi,