Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 9
7
í musteri guðanna, þá eruð þér þeim eigi velþókn-
anlegir, en ef þér komið með fangið fullt af blóm-
um, með heitar þrár og voldugar fyrirætlanir, þá
eruð þér velkomnir. Til þess að ná fyllingu lífsins,
verðið þér að koma hlaðnir uppfylltum þrám og
óskum, en ekki kúgaðir og niðurbældir.
Vegna þess að menn hafa öldum saman fjötrað
lífið trúar og siðakerfum, hefir þeim ekki tekizt að
fullkomna það. Þér munuð spyrja: „Hvernig get
ég fullkomnað lífið? Hvernig get ég levst lífið úr
fjötrum?“ Ég veit á livern hátt ég náði takmarkinu,
en ef ég segi yður, livað þér eigið að gera, þá er það
ný takmörkun á sannleikanum. Ef gefin er ákveðin
aðferð til að ná takmarkinu, er það sama og að af-
neita því, sem ég tel vera sannleika, og er því sama
og að svíkja liann.
Ég óska engan veginn að gera sjálfan mig að
drottinvaldi, né að eyðileggja yðar eigið hugsana
og tilfinningaafl, þó að ég segi að ég hafi fundið
sannleikann og öðlast frelsi og sé þvi hamingjan
holdi klædd. Eins og blómið gefur ilm sinn án þess
að óska endurgjalds, þannig bið ég yður að veita
móttöku því, sem ég gef, en takið við því með skiln-
ingi.
Ég óska einskis i staðinn, ég óska eigi tilbeiðslu
vðar, ég óska eigi að þér fvlgið mér, því ef þér
fvlgið í blindni, þá afbakið þér sannleikann.
Ég liefi farið þessa leið: ég hefi beðist fyrir við
sérlivert altari, vísvitandi eða óafvitandi, alla æf-
ina. Ég liefi fylgt öðrum, hlýtt öðrum og takmark-
að Jiannig einmitt það, sem ætlun mín var að leysa
úr læðingi. Ég hefi og gefið öðrum gaum i baráttu