Skuggsjá - 01.01.1930, Page 11
9
raunir yðar munu engan árangur bera, þér dragið
einungis sjálfa yður og aðra á tálar. Til þess að
lijálp yðar komi að gagni, megið þér ekki sjálfir
vera hjálparþurfa, til þess að geta gefið, megið þéi’
ekki þiggja af öðrum, til þess að elska í sannleika,.
verðið þér að liafa leyst fjötra elskunnar.
Yegna þess að þér þekkið ekki ákvörðun yðar,
eruð þér óánægðir og vitið ekki livað þér eigið að
gera, en þegar þér liafið eygt takmarkið, þá breyt-
ist óvissan í öryggi, óánægjan í skilning. Ef þér liaf-
ið eigi tendrað hlys yðar við liinn eilifa eki sann-
leikans, þá munu hlekkir liinna gömlu voldugu
trúarjátninga, siðalærdóma og trúarbragða verða
lagðir á yður.
Ef þér lxafið eigi tendrað hjá yður logantli frels-
isþrá, mun yður skorta sköpunarmátt, þér leikið
þá að eins í skugga hins skapaða. Og eins og skugg-
ar liverfa, þannig munu og verk yðar líða undir lok.
Unx alla veröld dýpka skuggarnir óðum, en liið
hreina og fullkomna líf hverfur í baksýn.
Nýr skilningur á lífinu er nú fæddur í lieimin-
um, reynið að fylgjast með honunx, því afturelding-
in er mörgum sinnum fegurri og yndislegri en sól-
setrið.