Skuggsjá - 01.01.1930, Page 17
15
tilverurétt. Ef tilbeiðsla yðar og dýrluin hefir ekki
megnað að vekja angan hamingjunnar í hugum og
hjörtum yðar, þá er liún að litln nýt. Lítið í eigin
barm og gætið að, hvort þcr eruð alfrjálsir. Eruð
þér ekki l'jötraðir af ást yðar, tilbeiðslu, kennisetn-
ingum eða trú? Gætið að, hvort með yður búa vold-
ugar fyrirætlanir og skapandi máttur i þarfir liins
eilifa. En ef þér hafið ei innra með yður brennandi
löngun til að öðlast lausn, þá eruð bæði þér sjálf og
orð yðar sem líðandi skuggar.
Ég segi þetta ekki í gremju. En af því að þér er-
uð ólánsöm og eigið í baráttu, og af því að óliam-
ingja býr í liuga yðar og hjarta, þá langar mig til
að sýna yður veg hamingjunnar. En ég get ekkí
sýnt veginn, eða aukið skilning yðar, ef þér krefj-
ist þess, að sa’nnleikurinn verði hnepptur í fjötra
og þér litið liann með yðar takmörkuðu sýn.
Sá maður er aldrei einmana, sem öðlazt hefir
skilning, og sá er aldrei einn, sem leitar sannleik-
ans. Allir hlutir eru félagar hans og vinir. Þér er-
uð allir liræddir við að vera einir, og þó eruð þér
einmana. En einmitt fyrir þennan ótta eruð þér
skilningssljóir.
Berið sjálf ábyrgð á öllum athöfnum yðar. Skríð-
ið ekki i skjól við nokkurt ytra drottinvald. Ef þér
viljið öðlast lausn, verðið þér að standa á eigin fót-
um. Til þess að ná fyllingu lífsins, verðið þér að
vaxa gegnum alla reynslu. Berið í brjósti ástúð til
alls og allra, til þess að verða miklir í kærleika.