Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 19
17
þaðan, gerir hann sig ánægðan með að skreyta
grindur búrsins.
Með kærulevsi og gleymzku loka flestir liuga
sínum fyrir sorg þeirri og þjáningu, sem ríkir i
heiminum. Þeir byggja skjólgarða umhverfis sig og
njóta síðan þæginda kyrrstöðunnar. Af því að þeir
einangra sig i þessu þrönga skýli sinu, ber afstaða
huga þeirra og hjartna mark þröngsýninnar, og svo
dæma þeir allt út frá sínu takmarkaða sjónarsviði.
Þeir gera sér húr úr trúarbrögðum, trúarjátning-
um og kreddum; i stað þess að þrá frelsið eru þeir
rólegir í búrum sínum og skreyta rimlana í stað
þess að brjóta þá niður. En án frelsis er engin sönn
farsæld til.
Ef þér viljið synda í meginstraumi lífsins, þá
megið þér ekki binda lífið með trúarskoðunum,
lieldur verðið þér að stjórna því með skynseminni.
Þegar þér hyggist þurfa aðstoðar trúarkerfa til
þess að lifa göfugu lífi, gerið þér ekki annað en að
skapa flækjur, þvi að þá þurfið þér að lilýða viss-
um lögmálum, framkvæma vissa helgisiði, tilhiðja
guðina og fylgja fyrirskipunum þeirra. Til dæmis
að taka trúið þér því, að til sé Nirvana eða himna-
ríki og að til þess að komast þangað, verðið þér að
framkvæma vissa hluti og láta annað ógert. Þér trú-
ið hinu og öðru, sem þér vitið ekkert um og verk
vðar stjórnast af þeirri trú. En ef þér ástundið það
eitt að lifa göfugu lífi, þá hljótið þér óhjákvæmi-
lega að skapa himnaríki umhverfis yður. Lífið er
meira vert en trúin. Fullkomnun lífsins er meira
virði en fullkomnun kreddukerfanna.
2