Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 21
19
Flestir nota trúarbrögð og félög fyrir snaga, sem
þeir hengja á þau vandamál sín, sem þeir geta ekki
Jeyst, en lausnin fæst ekki með því að forðast lífið,
heldur með því að horfast í augu við það. Menn
fórna sér fyrir liugsjónir af því að þeir eru þrælar
þeirra. Sú hugsjón sem ekki leiðir til frelsis og auk-
ins skilnings er einskis nýt. Þér getið bundið lífið
með hugmyndum yðar, eins og það hefir verið
hundið með siðferðislögmálum. Lífið streymir sí-
fellt áfram, en siðgæðiskenningarnar standa kyrr-
ar. Siðfræðin þarf að vera síbreytileg, svo lmn geti
fvlgst með lífinu. En vér lútum þúsund ára gam-
alli siðfræði og viljum leysa úr vandamálum nú-
tímans samkvæmt fyrirmælum hennar, og á þenn-
an liátt margföldum vér erfiðleikana. Vér lútum
erfðakenningum liðinna alda, í stað þess að gera
oss daglega ný lögmál til eftirbreytni og reyna á
þann hátt að leysa vandamál lifsins.
Mín heitasta þrá er að gera alla menn frjálsa,
eins og ég er sjálfur frjáls, en þó ég gæfi yður regl-
ur um það, hvernig þér eigið að öðlast frelsið, þá
mundu þær að eins duga einni kynslóð. Ef ég gæfi
fyrirskipanir um það, hvernig menn ættu að hreyta,
þá mundu þær að eins verða til tafar. Temjið yður
sjálf við athugun. Það er einfaldasta leiðin, allar
aðrar eru flóknar.
Þegar ég sé menn, sem eru þrælar hugsjóna sinna,
þá læri ég við athugun, að hugsjónirnar leiða þá
ekki til frelsis, en drepa að eins lifið. Lærið að at-
huga lífið og þér munuð verða óháðir. Það er ný-
týzku brjálsemi að ganga í félög og reglur, fylgja
þessari eða ])essari stefnunni, í því skyni að flýta