Skuggsjá - 01.01.1930, Page 22
20
framförum annara manna. Hvaða framförum?
Öllum er sama takmark sett, en það er frelsi og full-
sæla. Hafi maðurinn að eins sett sér að ná þessu
takmarki, þá þarf hann enga aðra livatningu en
takmarkið sjálft.
Þér finnið aldrei hamingjuna hið ytra; liún verð-
ur að fæðast innra með sjáífum yður. Þér getið bú-
ið til ilmlausar pappírsrósir, en þér getið ekki skap-
að lifandi rós, liún verður að vaxa upp úr mold-
inni. Gegnum baráttu við storma, regn og brenn-
andi sólargeisla springur rósin að siðustu út. Á
saina hátt fæðist varanleg hamingja innra með
yður.
Flestir eru háðir elsku sinni, óskum sínum, hé-
gómagirnd og erfikenningum. Með þvi að lúta
þessu öðlist þér aldrei frelsi. Þeir, sem dvelja í
skjóli drottinvalda sjá aldrei heiðan stjörnubjartan
himininn, og munu aldrei njóta hressandi hafræn-
unnar.
Ég liefi gengið inn i opinn himinn frelsisins og
mun aldrei framar láta binda mig eða takmarka.
Ég livet aðra til þess að reyna að öðlast þetta frelsi,
en liver og einn verður að leita sjálfur eftir leið
skilningsins. Mennirnir geta leitað frelsisins eftir
mörgum leiðum, en að síðustu mun lífið neyða þá
inn á hinn eina sanna veg skilningsins, sem er innra
með þeim sjálfum.