Skuggsjá - 01.01.1930, Side 23
HLIÐ EILÍFÐARINNAR.
Sannleikurinn, sem er frelsi og liamingja, veitir
einu lausnina á vandamálum heimsins, liann er
eina lyfið, sem læknað getur sár og þrautir. Sann-
leikurinn er ekkert dularfullur, eins og margir
lialda. Hann hefir eins og allir aðrir hlutir dular-
fulla og raunhæfa hlið — ytri og innri idið, — það
veltur á því, hvort einstaklingurinn sjálfur vill toga
hann og teygja til þess að samrýma liann sínu sér-
staka lundarfari. Sá, sem tileinkar sér hann hæði
með huga og lijarta, mun öðlast frið og jafnvægi.
Ef þú leysir þín eigin vandamál, munt þú leysa
vandamál heimsins. Heimurinn er samsafn ein-
staklinga; ef því einhver einstaklingur hefir öðlazt
innri frið, mun liann geta skapað frið, jafnvægi og
skilning á sannleikanum umliverfis sig. Þegar þú
skilur lilgang lífsins og eygir takmark þess, mun
þessi friður fæðast innra með þér, ásamt skilningi
á baráttu mannkynsins, þrám þess og girndum.
Eins og uppsprettan i eyðimörkinni gýs upp og
streymir fram, til þess aftur að hverfa ofan í sand-
inn, þannig fer með verk þeirra manna, sem
ekki liafa visst takmark, en láta skugga liðandi
stundar bera sig ofurliði. Þeir, sem vilja skapa í
skugga eilífðarinnar verða að skilja takmark sitt
og sjá sannleikann. Án þessa sannleika og skiln-