Skuggsjá - 01.01.1930, Page 27
HVERNIG HÖNDLUM VÉR
SANNLEIKANN ?
Þú höndlar sannleilcann með þvi að fullkomna lif-
ið. Frelsi og hamingju öðlazt þú með þvi að leysa
Jífið úr dróma, og gefa því sem mest svigrúm til að
vaxa og þróast. Ég vildi feginn að þetta yrði nndir-
staða allra liugsana og tilfinninga, af því að ég álít
að frelsi sé hið endanlega takmark mannkynsins.
Hafir þú eygt þetta takmark, þá niunt þú, livort sem
þú ert listamaður, þjóðfélagsfræðingur, tónsnilling-
ur eða uppeldisfræðingur, heldur skapa i skjóli ei-
Hfðarinnar, en í skugga liins sýnilega og áþreifan-
lega. Flestir menn liér í lieimi lifa að eins fyrir líð-
andi stund, því þeir liafa ekki gefið framtíðinni
rúm í hjarta sínu. I hinum volduga skugga líðandi
stundar skapa mennirnir, án skilnings á hinu eilífa.
Einu sinni var maður, sem langaði til að finna
sannleikann. Hann fór til fræðara nokkurs og bað
um að verða lærisveinn hans. Fræðarinn svaraði:
>,Ég h.efi ekki tima til að sinna þér, gerðu svo vel og
farðu héðan“. Sannleiksleitandinn fór þá leiðar
sinnar, en innan skamms kom liann aftur og bað
fræðarann á ný að taka sig og' kenna sér að þekkja
veg sannleikans. En hann svaraði á sömu leið og
fyr. Að nokkrum tíma liðnum kom sannleiksleit-
andinn í þriðja sinn og endurtók bæn sína enn á ný.